Færeyjar

Mýrarhúsaskóli 2007-2008 

  

Til baka

Forsíða

 

 

 

 

Gróðurfar

Færeyjar eru eyjaklasi í Norður – Atlantshafi, á milli Íslands og Noregs. Eyjarnar eru átján talsins en af þeim eru 17 í byggð. Heildarflatarmál eyjanna allra er um 1396 ferkílómetrar. Af þeim eru stærstar: Straumey, Austurey, Vogar, Suðurey og Strandey. Í Færeyjum eru vetur mildir en sumrin svöl. Oft er skýjað og þoka og nokkuð vindasamt. Segja má að þar ríki dæmigert úthafs-eða eyjaloftslag. Gróðurfar er um margt svipað og á Íslandi. Skógar þrífast illa vegna öflugra vestanvinda og hvassviðris, en harðgerðar trjátegundir hafa verið gróðursettar á skjólsælum stöðum. Heldur meira er af mýrargróðri ásamt graslendi og lynggróðri. Færeyingar eiga líkt og Íslendingar margt sauðfé.
Fuglalífið á eyjunum er fjörugt, einkum sjófuglar s.s. lundi og æðarfugl sem eru nytjaðir

Íbúar

Íbúarnir eru af norrænu bergi brotnir, afkomendur Norðmanna, sem fluttust til eyjanna í kringum árið 800.  Þeir búa aðallega í þorpum, sem eru undantekningalítið með ströndum fram.  Tungumálið er færeyska, sem er blanda af íslenzku og dönsku.  Flestir íbúanna eru lúterskrar trúar.  Íbúafjöldinn þrefaldaðist á 19. öldinni og hefur rúmlega tvöfaldast síðan 1901.  Þjóðfélagið er fremur ungt, því að u.þ.b. fjórðungur íbúanna er yngri en 14 ára.

Veðurfar

Veðurfar í Færeyjum er dæmigert úthafs- eða eyjaloftslag. Það er lítill munur á meðalhita sumars og veturs og frost er fremur sjaldgæft. Það er mjög vindasamt á eyjunum.

Atvinna

Eina útflutningsvara Færeyinga er fiskur. Færeyingar veiða á öllu N-Atlandshafinu. Þeir hafa samið við margar þjóðir um fiskveiðiréttindi í fiskveiðilögsögu þeirra. Þessir samningar byggjast á sögulegum rétti og gagnkvæmum veiðirétti. Einnig veiða þeir á alþjóðlegum hafsvæðum. Evrópusambandslöndin kaupa 85% af útfluttum fiski, Japanir og Bandaríkjamenn kaupa 5% en 10% fer til annarra landa. Skipting í störf er nokkuð jöfn en þó vinna flestir hjá hinu opinbera. Svo eru það framleiðslu og þjónustustörf.

Höf: Davíð Fannar og Þorgeir Bjarki