|
Færeyjar Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
|
Gróðurfar
Færeyjar eru eyjaklasi í Norður – Atlantshafi, á milli Íslands og Noregs.
Eyjarnar eru átján talsins en af þeim eru 17 í byggð. Heildarflatarmál
eyjanna allra er um 1396 ferkílómetrar. Af þeim eru stærstar: Straumey,
Austurey, Vogar, Suðurey og Strandey. Í Færeyjum eru vetur mildir en sumrin
svöl. Oft er skýjað og þoka og nokkuð vindasamt. Segja má að þar ríki
dæmigert úthafs-eða eyjaloftslag. Gróðurfar er um margt svipað og á Íslandi.
Skógar þrífast illa vegna öflugra vestanvinda og hvassviðris, en harðgerðar
trjátegundir hafa verið gróðursettar á skjólsælum stöðum. Heldur meira er af
mýrargróðri ásamt graslendi og lynggróðri. Færeyingar eiga líkt og
Íslendingar margt sauðfé. Íbúar Íbúarnir eru af norrænu bergi brotnir, afkomendur Norðmanna, sem fluttust til eyjanna í kringum árið 800. Þeir búa aðallega í þorpum, sem eru undantekningalítið með ströndum fram. Tungumálið er færeyska, sem er blanda af íslenzku og dönsku. Flestir íbúanna eru lúterskrar trúar. Íbúafjöldinn þrefaldaðist á 19. öldinni og hefur rúmlega tvöfaldast síðan 1901. Þjóðfélagið er fremur ungt, því að u.þ.b. fjórðungur íbúanna er yngri en 14 ára. Veðurfar Veðurfar í Færeyjum er dæmigert úthafs- eða eyjaloftslag. Það er lítill munur á meðalhita sumars og veturs og frost er fremur sjaldgæft. Það er mjög vindasamt á eyjunum. Atvinna Eina útflutningsvara Færeyinga er fiskur. Færeyingar veiða á öllu N-Atlandshafinu. Þeir hafa samið við margar þjóðir um fiskveiðiréttindi í fiskveiðilögsögu þeirra. Þessir samningar byggjast á sögulegum rétti og gagnkvæmum veiðirétti. Einnig veiða þeir á alþjóðlegum hafsvæðum. Evrópusambandslöndin kaupa 85% af útfluttum fiski, Japanir og Bandaríkjamenn kaupa 5% en 10% fer til annarra landa. Skipting í störf er nokkuð jöfn en þó vinna flestir hjá hinu opinbera. Svo eru það framleiðslu og þjónustustörf. Höf: Davíð Fannar og Þorgeir Bjarki |