Þegar jöklar ísaldar tóku að
hörfa af landsvæðum sem þeir lágu á var allt þurrlendi eftir nakið og
gróðurvana.
Smám saman tók gróður að klæða landið á ný en jökullinn skildi eftir sig
háa jökulgarða
sem afmarka suðurjaðra vatnasvæðisins í Suður-Finnlandi.
Í Finnlandi er mikill munur á meðalhita sumars og veturs. Meðalhiti júlí
mánaðar er um 18°C syðst í landinu en um 14°C
norður í Lapplandi.
Meiru munar þó á hita þegar að kaldast er á veturna því að þó fer hiti
niður í - 4°C syðst í lan9dinun en alveg niður í
-19°C að jafnaði nyrst.
Þéttir barrskógar hylja
mestan hluta þurrlendis í Finnlandi en það eru líka miklir mómýrar,
einkum norðantil
með strönd Eystrasalts. Mest er rægtað land í syðsta hluta
landsins.
Í Finnlandi eru rúmar 5 milljónir og tæplega 2 afhverjum 3 búa í
þéttbýli. Um 850 þúsund manns búa í höfuðborginni Helsinki
og nágrenni hennar. Finnska er ásamt samísku óskyld öðrum
Norðurlandatungumálum. Um 7% íbúa eru sænskumælandi
Finnar sem búa einkum við Suður- og Vesturströndina.Æðsta embætti
finnska ríkisins er forsetaembætti eins og á Íslandi. Á finnska þinginu,
Eduskunta (það er nafnið á þinginu þeirra), sitja 200 þingmenn.
Austur-Evrópulönd, Svíþjóð
og Þýskaland eru helstu viðskiptalönd Finna, enda liggja þau öll saman.
Út er flutt timbur, viðardeig,pappír, vélar og samgöngutæki en innfluttnigur er mestur á vélum, ýmsum
iðnaðarvarnigi og olíu.
Höfundar : Ísold, Vigdísi og Sóleyju
Skjaldamerki Finnlands
r |