Grænland

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 

Til baka

Forsíða

 

 

Grænland er srærsta eyja jarðar og er meira en 2 ferkílómetrar.Það er álíka langt og fjarlægðin frá Reykjavík suður að Alpafjöllum. Stærsti hluti eyjarinnar er hulinn jökli en einungis hæstu fjöllin úti við ströndina standa upp úr honum. Reyndar hefur jökullinn sorfið landið hressilega og þungi hans þrýst því svo niður að miðja Grænlands, undir jöklinum, nær talsvert niður fyrir sjávarmál.Grænland er hluti af danska ríkinu. Ekkert land er nær norðurpólnum.

Íbúar á Grænlandi eru rúmlega 56 þúsund. Nærri fimmti hver íbúi er danskur. Talið er að fyrstu inúítarnir hafi komið til Grænlands frá meginlandi Norður-Ameríku fyrir um 4000 árum. Landið varð nýlenda árið 1721. Grænlendingar eru í konungssambandi við Dani en fengu heimastjórn árið 1979 og hafa eigið þing. Tveir grænlenskir fulltrúar sitja á danska þinginu.

Gróðurfar á suður-grænlandi líkist gróðurfari á Íslandi, sumstaðar er birkikjarr, lyng og blómgróður.

Veðurfar á Grænlandi er svipað og á Íslandi. Hæsti hitinn hefur orðið 16 gráður en lægsti hitinn var -51 gráður. Á sumrin kemur stundum hnúkaðeyr en djúpar lægðir valda stundum vondu veðri.

Atvinnulíf.Grænlendingar voru fyrst og fremst veiðimenn og stunduðu einkum selveiðar. Helsta útfluttnigsvaran er rækja. Landbúnaður er nokkur á Suður-Grænlandi og ferðaþjónusta fer vaxandi.

Sigurbjörg, Kristín Sól, Guðbjörg og Kristína Maxine