![]() |
4 - 8 febrúar
Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
Á mánudagsmorguninn fórum við í
Benjamín dúfu spurningarnar. Eftir það fórum við í Geisla. Hann var
svolítið erfiður en bara skemmtilegur. Í frímínútunum var mikið um að
henda snjóboltum. Stelpurnar fóru í sund og við lásum saman sögu á
ensku.
Þriðjudagur. Fyrst fórum við í lotur og síðan í málrækt, síðan í frímínútur og það voru mikil vandræði. Eftir það fórum við í íþróttir og við gerðum miklar þrekæfingar. Þá fórum við í frímínótur og síðan mat síðan að klára Friendly monster söguna og eftir það í tölvur að skrifa upp Friendly monster söguna. Á mivikudaginn fórum við fyrst í hljóðlestur og síðan Geisla. Við vorum svolítið lengi í Geisla eða þangað til í nesti. Eftir frímó fórum við í lotur sem voru skemmtilegar eins og venjulega. Eftir lotur fórum við fljótlega heim. Á fimmtudaginn fórum við fyrst í tíma hjá aukakennara okkar Þuríði. Eftir frímó fórum við í tíma og svo íþróttir. Við vorum lengur en venjulega og notuðum auka tímann í Líkama mannsins. Á föstudaginn byrjuðum við á hljóðlestri síðan í Benjamín dúfu og svo í frímínútur. Eftir það fórum við í líkami mannsins og í frímínútur og svo fengum við að vinna í heimavinnu.
Sigurður og Kári
|