Tíundi kafli Íslandsklukkan spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur
Quiz
"Hver er þessi stóri maður sem situr fyrir utan þetta litla tjald?" spurði Snæfríður. Hvaða svar fékk hún?
- Það er Jón Hreggviðsson
- Það er galdramaðurinn
- Það er varðmaðurinn
- Það er böðullinn
Hvað langaði Snæfríði að sjá?
- Mann sem átti að brenna að morgni
- Mann sem átti að höggva að morgni
- Mann sem átti að hengja að morgni
- Mann sem átti að hýða að morgni
Snæfríður tók varðmanninn tali. Hún spurði m.a. hvaðan hann væri. Hverju svaraði hann?
- Að austan
- Úr Keflavík
- Úr Hraununum
- Úr Kjósinni
Í hvaða ástandi var Jón Heggviðsson þegar Snæfríður gægðist inn í tjaldið til hans?
- Hann lá og grét
- Hann var dauðadrukkinn
- Hann kvað Pontusrímur eldri
- Hann svaf
Um hvað spurði Jón Hreggviðsson varðmanninn?
- Hvort það væri kominn morgunn
- Hvort hann ætti tóbak
- Hvort hann væri kominn til að leiða hann undir öxina
- Hvort hann ætlaði að leysa hann
Þegar varðmaðurinn var búinn að leysa Jón og farinn burt hvað gerði Snæfríður þá?
- Hún rétti Jóni peninga og sagði honum að koma sér burt
- Hún rétti Jóni ný föt og sagði honum að koma sér í duggu til Hollands
- Hún rétti Jóni hring sem hann átti að færa Arne með kveðju frá álfakroppinum mjóa
- Hún sagði Jóni að koma sér hið snarasta norður í land
Hvernig leit hringurinn út sem Snæfríður lét Jón hafa?
- Það var ormur sem beit í sporð sinn
- Það var sléttur gullhringur
- Það var gullhringur með stórum rúbínsteini
- Það var silfurhringur með hrafntinnusteini
Í Brennugjá var verið að kurla hrís. Þar átti að brenna menn að morgni. Hvaða sakamenn voru brenndir?
- Sauðaþjófar
- Galdramenn
- Morðingjar
- Nauðgarar