Ellefti kafli. Íslandsklukkan. Spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur
Quiz
Þegar Jón Hreggviðsson hitti fyrsta manninn á leið sinni á flóttanum, hvað sagðist hann vera?
- Bóndi af Austfjörðum
- Vermaður af Suðurnesjum
- Skagfirskur lestastrákur
- Vinnumaður á Húsafelli
Þegar Jón kom að Húsafelli þá sat presturinn við og var að yrkja. Hvað var hann að yrkja?
- Passíusálmana
- Pontusrímur eldri
- Sonartorrek
- Illugarímur Gríðarfóstra
Jóni var borinn matur á Húsafelli? Hann fékk m.a.
- Skyr, soðna ýsu og mjólk
- Súrsaða hrútspunga, lifrarpylsu og mysu
- Súra magála, hertan þorskhaus og gráðasmjör
- Bringukolla, lundabagga og vatn
Hvert sagðist presturinn ætla að fylgja Jóni?
- Út að réttinni
- Út að kvíarhorninu
- Út að grjótgarðinum
- Út í fjárhúsin
Hvað bað presturinn Jón að gera?
- Að lyfta grjóthnullungi upp á kvíarvegginn
- Að mjólka kvíaærnar
- Gera köst úr hrísi og skán
- Breiða ull til þerris
Hvað voru þær móðir prestsins og dóttir gamlar?
- Áttræð og tíu ára
- Sjötug og átján ára
- Sextug og tveggja ára
- Hálfníræð og fjórtán ára
Hvernig er gömlu konunni lýst?
- Stór, feit og ófríð
- Mikil í herðum, framsett og með loðnar augabrúnir
- Há, grönn og lagleg
- Lítil, kraftaleg og með blá augu
Hvað fór stelpan marga hringi um réttina með steininn í fanginu?
- Tvo
- Þrjá
- Fjóra
- Fimm
Hvað sagði presturinn að lokum við Jón Hreggviðsson?
- Þú ert hraustur maður, Jón Hreggviðsson
- Gangi þér vel, Jón Hreggviðsson
- Þér er fullrefsað á Húsafelli
- Farðu í guðs friði, Jón Hreggviðsson