Tólfti kafli. Íslandsklukkan. Spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur 2011
Quiz
Á Tvídægru hitti Jón nokkra menn. Hverjir voru þeir?
- Stórbóndi úr Borgarfirði og tveir húskarlar
- Presturinn á Húsafelli og móðir hans og dóttir
- Varðmaðurinn, lögmaðurinn og sendimaður landfógeta
- Júnkerinn í Bræðratungu, dómkirjupresturinn og Arne Arneus
Hvaðan þekktu mennirnir Jón Heggviðsson?
- Þeir höfðu verið staddir á Þingvöllum þegar Jón hjó niður klukkuna
- Þeir höfðu búið hjá sýslumanninum þegar Jón var fangi þar
- Þeir höfðu verið með honum í svartholinu
- Þeir höfðu verið viðstaddir þegar hann var hýddur
Bóndinn sagði við húskarlana að nú gætu þeir hefnt vígs böðulsins. Hverju svöruðu þeir?
- Það tekur því ekki að drepa Jón, hann er hvort sem er að drepast
- Ekki vorkenni ég kónginum að fá sér nýjan böðul.
- Okkur vantar vopn
- Jón drap hann alveg örugglega ekki
Hvað sagði skessan við Jón þegar hann hafði hana loksins undir í slagsmálunum?
- Neyttu nú fallsins Jón Hreggviðsson ef þú ert maður
- Færðu mér nú vatn að drekka
- Þú ert hraustari en ég hélt
- Ég mun kæra þig fyrir dómsvaldinu, Jón Hreggviðsson
Hvar komst Jón Hreggviðsson í hollenska duggu?
- Á Drangsnesi
- Í Hólmavík
- Í Trékyllisvík
- Í Djúpuvík
Hvers vegna settu skipverjar fötu fulla af sjó fyrir framan Jón?
- Þeir voru að spotta hann
- Hann átti að þvo sér
- Hann átti að skúra dekkið
- Hann átti að hreinsa fisk
Hvers vegna bundu þeir Jón?
- Til að koma í veg fyrir að Jón stykki í sjóinn
- Svo þeir gætu þvegið honum og klippt hann
- Til þess að hann myndi ekki ráðast á skipverja
- Svo að Jón myndi ekki borða allan matinn