Sextándi kafli Íslandsklukkan spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur
Quiz
Jón Hreggviðsson var kominn til Kaupmannahafnar. Hvernig var hann klæddur?
- Í hermannaklæðum
- Í algengum verkamannafötum
- Að hætti heldri manna
- Í bændaklæðnaði
Jón Hreggviðsson knúði dyra hjá Arne Arneus. Hvernig?
- Hann hringdi dyrabjöllunni
- Hann notaði dyrahamarinn
- Hann barði þrjú högg á dyrnar
- Hann kallaði: "Hér sé guð."
Hver kom til dyra?
- Jón Grindvicensis
- Jón Marteinsson
- Arne Arnesu
- Kona Arne
Hvernig lýsti Jón konu Arne?
- Mikil í herðum og framsett, stórleit með loðnar brýn og undirhöku
- Dvergvaxin, með krung upp úr baki, stallmynt en hakan toguð niður á miðja bringu
- Andlitið var álnarbreitt og tannstæðið þar eftir og lendar eins og á sumarstöðnu fjallhrossi
- Var vel í holdum en létt í máli og dálítil moskuslykt úr barmi hennar
Hvaða tungumál talaði kona Arne við Jón?
- Sænsku
- Dönsku
- Íslensku
- Lágþýsku
Hver kom næstur til dyra í húsi Arne?
- Arne Arneus
- Jón Grindvicensis
- Jón Marteinsson
- Bendix Jónsson
Þeir eru vondir með að taka umhlaupandi stráka, sagði Íslendingurinn. Það er betra að vera kyrr ..................
- Á Akranesi
- Á Þingvöllum
- Í Skálholti
- Í Bræðratungu
Hvaða kæki hafði Jón Grindvicensis?
- Hann boraði stanslaus í nefið og flautaði
- Hann klóraði sér í höfðinu og dæsti um leið
- Hann klóraði sér á öðrum kálfanum með ristinni á hinum fætinum
- Hann barði sér á brjóst
Hvert var aðaláhugamál Jóns Grindvicensis?
- Famulo antiquitatibus
- Scientia mirabilum rerum
- Credo in unum Deum
- Dona mihi virtutem
Hvaða manni öðrum en Jóni Grindvicensis kynntist Jón Hreggviðsson í húsi Arne?
- Jóni Sigurðssyni
- Jóni Hallgrímssyni
- Jóni Magnússyni
- Jóni Marteinssyni