Nítjándi kafli Íslandsklukkan spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur 2011
Quiz
Hverjir höfðu látið uppi látlausu kífi við þá dönsku í meira en hundrað ár?
- Íslendingar
- Norðmenn
- Þjóðverjar
- Svíar
Hvert var Jón Hreggviðsson sendur daginn eftir að hann hafði verið að skemmta sér með Jóni Marteinssyni?
- Með danska flotanum til Svíþjóðar
- Með fótgönguliði danska hersins út á Amager
- Út á Jótland til móts við þýska herinn
- Til Lukkustaðar til að berja á Hollendingum
Þrír drákúnar (alvopnaðir hermenn) komu flengríðandi með svipusmellum í veg fyrir herdeildina. Hvaða erindi áttu þeir?
- Sækja Jón Hreggviðsson
- Færa herdeildinni mat
- Segja að Svíar væru að koma aftan að þeim
- Segja að Þjóðverjar hafi hafið innrás í Kaupmannahöfn
Hvað sögðu drákúnarnir að Jón væri?
- Ofbeldismaður
- Snærisþjófur
- Morðingi
- Smákrimmi
Yfirmennirnir skipuðu að "faðirvorið" yrði sótt. Hvað var það?
- Bænin sem Jesú kenndi okkur
- Pyndingatæki
- Þyrnikóróna
- Járn sem fangar voru hlekkjaðir með
Í hvaða fangelsi var Jón Hreggviðsson settur?
- Stokkhúsið
- Brimarhólm
- Í Þrælakistuna
- Bláturn
Hvað var gert við Jón eftir að hann kom í Bláturn?
- Hann var hlekkjaður við vegginn
- Hann var bundinn höndum og fótum
- Hann var settur í einangrunarklefa
- Hann var látinn hirða um kýrnar
Hvers konar glæpamenn voru með Jóni í Bláturni?
- Liðhlaupar úr hernum
- Sauðaþjófar
- Hænsnaþjófar og barnamorðingjar
- Landráðsmenn