Tuttugasti kafli Íslandsklukkan spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur 2011
Quiz
Hvað voru fangar látnir vinna við í Bláturni?
Tæta hamp
Tæja ull
Flétta hrosshársreipi
Spinna á snældu
Þegar Jón Hreggviðsson spurði eftir hvaða lögum hann væri í þessu fangelsi, hvaða svör fékk hann?
Íslenskum lögum
Lögum um mannsmorð
Herlögum
Að kóngurinn væri réttlátur
Það fréttist að stríði við Svía væri lokið. Hverjir unnu?
Svíar
Danir
Jótar
Smálandsbúar
Hvað þurfti Danakonungur að greiða háa upphæð til Svía eftir stríðið?
Hundrað þúsund krónur
Hundrað þúsund dúkata
Hundrað þúsund kúrantspesíur
Hundrað þúsund gullpeninga
Sonur hvers var greifi von Rósinfalk?
Jens Jensen
Jakob Jakobsen
Peðer Peðersen
Erik Eriksen
Hvar hafði Peðer Peðersen verið kaupmaður?
Í Esjberg
Í Keflavík
Í Hafnarfirði
Í Kaupinhafn
Fangavörður sagði Jóni Hreggviðssyni að hann hefði verið að drekka með Íslendingi og sá hafði haft af honum stígvélin. Með hverjum hafði hann verið að drekka?
Jóni Mareinssyni
Jóni Sigurðssyni
Arne Arneus
Kaupmanninum í Keflavík
Dag einn var Jón leystur úr haldi. Hvert var fyrst farið með hann?
Upp á háaloft í Bláturni svo hann gæti séð útsýnið
Í djúpan kjallara þar sem hann var skrúbbaður og settur í hrein föt
Í kjallarann til Kristínar Doktors svo hann gæti fengið sér öl
Heim til Arne svo að Grindvíkingurinn gæti spjallað við hann.
Farið var með Jón í hús þar sem ...................trónuðu á stöplum. Hvað trónaði á stöplunum?
Tveir hestar
Tveir ernir
Tveir fálkar
Tvö ljón
Jón fékk í hendur tvö bréf. Hvert var efni þess fyrra?
Að Jón Hreggviðsson væri sýknaður af kærunni um morðið á böðlinum
Að Jón Hreggviðsson hefði leyfi til að láta taka upp mál sitt að nýju á Alþingi
Að taka ætti Jón Hreggviðsson af lífi daginn eftir
Að flytja ætti Jón Hreggiviðsson í fangelsi á Íslandi
Hvert var efni seinna bréfsins?
Hann fékk orlof frá hernum til að skreppa til Hollands
Hann fékk leyfi til að dvelja í Kaupmannahöfn
Hann fékk fréttir frá Íslandi
Honum var veitt fjögurra mánaða orlof frá hernum til að fara til Íslands og reka mál sitt þar