4 Anna frá Stóruborg
Quiz
Af hverju giftust þau Anna og Hjalti ekki?
- Páll bróðir Önnu vildi ekki að þau giftust
- Hjalti vildi ekki giftast Önnu
- Hjalti var af of góðum ættum fyrir hana
- Hjalti var of ungur
Páll vildi að giftingu Önnu væri haldið í stórmennastíl. Hvað átti hann við?
- Að í brúðkaupsveisluna yrði boðið eintómum stórmennum
- Að Anna gifti sig að kaþólskum sið
- Að biskupinn sjálfur myndi gifta hana
- Að Anna myndi giftast ríkum og voldugum manni
Hvaða vonir batt Páll við hjónaband sem Anna gengi í með hans samþykki?
- Að börnin hennar Önnu yrðu mannvænlegri
- Að hann myndi fá Hjalta sem vinnumann
- Að hann myndi hagnast á því
- Að Anna yrði ríkari
Hvers vegna gat Hjalti ekki veitt Páli lögmanni neina mótspyrnu?
- Páll var svo miklu stærri en Hjalti
- Lögmaðurinn hafði valdið á bak við sig
- Hjalti þekkti ekki lögmanninn
- Anna vildi ekki að Hjalti veitti mótspyrnu
Hvernig var hugarástand Hjalta fyrst eftir að hann var dæmdur útlægur?
- Honum fannst yfir þessu einhver ævintýrablær
- Hann hlakkaði til að fara í hellinn
- Hann kveið mikið fyrir einverunni
- Hann kveið fyrir að fara frá börnunum sínum
Hverjir hjálpuðu Önnu til að fela Hjalta?
- Sigvaldi blíðalogn, Steinn á Fit og Hallur grámunkur
- Sigvaldi blíðalogn, Steinn á Fit og Eyjólfur í Dal
- Steinn á Fit, Eyjólfur í Dal og Kári
- Hallur grámunkur, Kári og Sigvaldi blíðalogn
Hver var móðir Eyjólfs í Dal?
- Helga Jónsdóttir
- Snæfríður Íslandssól
- Hólmfríður ríka
- Hallgerður langbrók
Hvernig ferðaðist Hjalti um héraðið?
- Gangandi
- Stökk á stöng
- Reið á Brún, hestinum sínum
- Hlaupandi
Hver urðu viðbrögð Steins á Fit þegar hann varð var við ferðir Páls og manna hans?
- Hann flýtti sér að vara Önnu við
- Hann reyndi að tefja fyrir mönnum
- Hann þóttist ekki sjá þá
- Hann spjallaði glaðlega við menn Páls
Hvernig reynir höfundur að gera för leitarmanna sem hlægilegasta frá byrjun?
- Hann lætur þá blotna í mýri
- Hann lætur þá vera dauðadrukkna
- Hann lætur lögmann skipa manni að brjóta upp dyr sem voru opnar og maðurinn rotast
- Hann lætur þá klæðast asnalegum fötum