Fimmti og sjötti kafli. Íslandsklukkan. Spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur 2011
Quiz
Hvernig komst gamla konan til Seltjarnarness frá Akranesi?
- Með fiskibáti
- Með ferju
- Á hesti
- Fótgangandi
Hvernig gekk gömlu konunni að fá menn til þess að ferja sig yfir árnar á leiðinni?
- Allir voru boðnir og búnir að hjálpa henni
- Hún varð að borga hátt verð fyrir að láta ferja sig
- Menn neituðu að ferja flökkufólk yfir árnar
- Þeir tóku hana með þegar hún sagðist vera móðir Jóns Hreggviðssonar
Hvert var förinni heitið?
- Til Reykjavíkur
- Að Bessastöðum
- Til Þingvalla
- Í Skálholt
Hvern hitti gamla konan fyrst þegar hún kom í Skálholt?
- Biskupsfrúna
- Snæfríði
- Staðarkonuna
- Dómkirkjuprestinn
Hvað varð til þess að staðarkonan skipti um framkomu við gömlu konuna?
- Þegar hún sýndi silfurspesíuna
- Þegar hún spurði um Arne og Snæfríði
- Þegar hún spurði hvort það væri búið að höggva menn á Alþingi
- Þegar hún spurði um Júnkerinn í Bræðratungu
Hvað var Snæfríður látin læra í Skálholti?
- ensku
- latínu
- dönsku
- náttúrufræði
"Kannast mín jómfrú ekkert við þessa gömlu konu?" Hverju svaraði Snæfríður?
- Nei, ég kannast ekkert við þig
- Jú auðvitað, þú ert móðir Jóns Hreggviðssonar
- Hver þekkir gamlar konur á Íslandi í sundur?
- Nei, ég þekki ekkert flökkufólk
Hvaða erindi átti gamla konan í Skálholt?
- Til þess að biðja um mat
- Til þess að biðja biskupsfrúna um að lækna dóttur sina
- Til þess að fá hest að láni
- Til þess að biðja sína jómfrú að frelsa son sinn
Hvað ætlaði faðir Snæfríðar að láta gera við son gömlu konunnar?
- Brenna hann
- Hengja hann
- Flytja hann til Brimarhólms
- Höggva hann
"Mín jómfrú á kannski eftir að eignast þann son sem er fríðastur allra Íslendinga," sagði gamla konan. Hverju svaraði Snæfríður?
- Ég skil ekki hvað þú ert að tala um
- Hann verður a.m.k. fríðari en sonur þinn
- Ertu komin hingað til að spá mér illu?
- Það er öruggt a hann verður fríðastur allra Íslendinga
"Ég gekk alla þessa leið til þess að hitta......" sagði gamala konan. Hverja?
- Snæfríði
- Biskupsfrúna
- Staðarkonuna
- Móður Snæfríðar
Hver kom til Snæfríðar á meðan gamla konan var í heimsókn?
- Dómkirkjupresturinn
- Arne Arneus
- Junkerinn í Bræðratungu
- Faðir hennar