6 Anna frá Stóruborg
Quiz
Hverju svaraði Anna þegar Páll sagðist ekki vilja að ætt sín blandaðist smalablóði?
- Hún sagði að margar konur hefðu gifst ættsmáum mönnum
- Hún sagði að Hjalti væri af konungaættum
- Hún sagði að Hjalti væri með sjómannsblóð en ekki smalablóð í æðum
- Hún sagði að það kæmi sér ekkert við hvað hann vildi
Hvers vegna þóttu yfirvöldum mál Önnu og Hjalta erfitt viðureignar?
- Því að þau voru bæði valdamikil
- Hjalti og Anna höfðu ekki brotið nein lög
- Þau voru svo lagin við að fela sig
- Það voru svo margir sem stóðu með Önnu og Hjalta
Hvar héldu menn að Hjalti væri niðurkominn?
- Hjá Steini á Fit
- Hjá Halli grámunki
- Inni í Þórsmörk eða hjá Eyjólfi í Dal
- Hjá Sigvalda í Hvammi
Hvernig breytti óttinn Önnu smám saman?
- Hún varð miklu duglegri en áður
- Hún bar sig betur og varð miklu glæsilegri
- Hún varð þreytuleg og skapvond
- Hún var minna heima hjá sér
Hvernig breytti útlegðin Hjalta á líkama og sál þegar fram liðu stundir?
- Hann varð mun hressari
- Hann varð stæltari
- Hann varð grimmur og hættulegur öðrum mönnum
- Hann varð sinnulaus og sljór
Hvað kom í veg fyrir að Hjalti gæti haft hund hjá sér?
- Hjalti var með ofnæmi fyrir hundum
- Það var bara til einn hundur á Stóruborg
- Hundurinn myndi borða allan matinn hans Hjalta
- Hundurinn myndi koma upp um felustað Hjalta
Hvað varð til þess að Hjalti fór að iðka stangarstökk á ný?
- Honum fannst hann fljótari að stökkva um á stönginni en að ríða á Brún
- Honum fannst hann orðinn dofinn og vildi ná upp fyrra þreki
- Anna sagði honum að gera það
- Steinn á Fit vildi læra að stökkva á stöng og Hjalti kenndi honum það
Hvernig voru tengsl Önnu og Hjalta þegar ofsóknir Páls voru í hámarki?
- Hjalti var farinn að ímynda sér að Anna væri honum ótrú því hann fékk svo sjaldan að koma að Stóruborg
- Þau voru farin að fjarlægjast hvort annað
- Ástin hafði aldrei verið heitari
- Þau gátu ekki af hvort öðru séð og töluðust við á hverjum degi
Hvernig reyndi Anna að stappa stálinu í Hjalta og hughreysta hann?
- Hún lét senda honum meiri mat
- Hún kenndi honum um hvernig komið var fyrir þeim
- Hún skammaði hann stanslaust
- Hún sýndi honum mikla ástúð og umhyggju og missti aldrei trúna á sigur réttlætisins.