7 Anna frá Stóruborg
Quiz
Hvert var barnið sem riddarinn í helgisögunni bar yfir ána?
- Sonur hans
- Dóttursonur hans
- Jesúbarnið
- Sonur Hjalta og Önnu
Hvað áttu þeir sameiginlegt Hjalti og heilagur Kristófer?
- Þeir voru báðir einbúar sem bjuggu við fljót
- Þeir voru á svipuðum aldri
- Þeir voru báðir munkar
- Þeir þurftu báðir að vera aðskildir frá konum sínum
Hvernig endurspeglaði klæðnaður manna stétt þeirra og stöðu fyrr á tímum?
- Hver stétt átti sinn sérstaka einkennisbúning
- Höfðingjar voru í skrautlegum útlenskum klæðnaði en alþýðan var í vaðmálsfötum
- Allar alþýðukonur klæddust buxum
- Allir höfðingjar voru í skikkjum
Hvaða álit virðist höfundur hafa á framferði höfðingjanna á Alþingi?
- Höfundur dáist að höfðingskap og hegðun höfðingjanna
- Honum er illa við hvernig menn tala hver um annan
- Höfundur hefur andúð á drykkjuskap og svalli höfðingjanna
- Honum líkaði vel við klæðnað þeirra
Hvern taldi höfundur vera hinn óspillta þjóðernisstofn?
- Valdamenn þjóðarinnar
- Vinnufólk
- Presta
- Bændur
Hvers vegna var Páli þvert um geð að taka þátt í drykkjuveislum höfðinga?
- Hann drakk aldrei áfengi
- Hann átti svo marga fjandmenn í þeirra hópi
- Honum fannst það tímaeyðsla
- Honum fannst bertra að sofa á næturnar
Hvað var Stóridómur?
- Dómur vegna þjófnaðar
- Líflátsdómur vegna morða
- Líflátsdómur vegna hjúskaparbrota eða lauslætis
- Dómur sem fólk fékk ef það bar út börn
Hvert var viðhorf Páls til Stóradóms?
- Hann gekk hart fram í því að fá fólk dæmt
- Hann gekk hart fram í því að fá konur dæmdar
- Hann var umburðarlyndur gagnvart þeim sem frömdu hjúskaparbrot
- Hann var umburðarlyndur gagnvart körlum sem frömdu hjúskaparbrot
Hvaða hlutverk hafði Hjalti tekið að sér?
- Hann gerðist verndari þeirra sem áttu leið yfir Markarfljót
- Hann gerðist verndari fátæks fólks
- Hann gerðist verndari barna
- Hann gerðisr verndari flökkumunka
Hvers vegna reiddist Páll er hann frétti að Hjalti hefði bjargað lífi hans?
- Hann hafði helst kosið að geta bjargað sér sjálfur
- Honum fannst erfitt að sá sem hann hafði hatað árum saman hefði gefið honum líf
- Honum fannst að Anna hefði frekar átt að bjarga honum
- Hann hefði helst viljað drukkna í friði
Hvers vegna sagði Páll: "Þetta er dómur Drottins," þegar Hjalti hafði bjargaði honum?
- Hann hélt að hann væri feigur
- Hann trúði því að þetta væri ábending um að nú yrði hann að hætta að ofsækja Önnu og Hjalta
- Hann hélt að þetta væri ábending um að nú yrði hann að verða betri maður
- Hann hélt að þatta væri ábending um að hann ætti að taka harðar á yfirsjónum þegna sinna