Sjöundi kafli. Íslandsklukkan. Spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur 2011
Quiz
Hverjir voru fluttir saman frá Bessastöðum til Þingvalla?
- Jón Hreggviðsson og Ásbjörn Jóakimsson
- Jón Hreggviðsson og Hólmfastur Guðmundsson
- Jón Hreggviðsson og Guttormur Guttormsson
- Jón Hreggviðsson og galdramaðurinn
Jón var lagður í járn þegar hann kom til Þingvalla og settur inn í....?
- Lögréttuhúsið
- tjald
- búðina hjá böðlinum
- í klettaskoru í Almannagjá
Hvað var varðmaðurinn, sem sat fyrir utan tjaldið sem Jón lá í, að gera?
- Kveða Pontusrímur
- Tala við sjálfan sig
- Drekka brennivín
- Reykja
Á hverju var sýslumannsdómur úr Þverárþingi í máli Jóns Hreggviðssonar byggður?
- Hann var byggður á særi sex manna úr Saurbæ
- Játningu Jóns
- Vitnisburði Síverts Magnússonar og Bendix Jónssonar
- Vitnisburði sýslumanns og böðulins
Hvaða sannbevísanlegt mannaverk var á líki Sigurðar Snorrasonar?
- Að hann hafði húfu Jóns á höfðinu
- Að það var búið að klæða líkið í jakka af Sívert Magnússyni
- Að það var búið að veita honum nábjargirnar
- Það var búið að klæða hann úr stígvélunum
Jón var spurður að hvort hann myndi eitthvað meira frá nóttinni þegar Sigurðru Snorrason dó. Hverju svaraði hann?
- Hann mundi að hann hafði dregið monsér Sívert upp ú mógröfunum
- Hann mundi ekki neitt
- Hann mundi að hann hafð drekkt Sigurði í læknum
- Hann mundi að hann hafði fundið Sigurð dauðan og reist hann upp
Hvern kallaði Jón til vitnis fyrir sig?
- Jesú Krist
- Konuna sína
- Þann drottinn sem hafði skapað hann
- Sívert og Bendix
Hvað bauð Jón Hreggviðsson fyrir tóbak?
- Tvo dúkata
- Son sinn, konuna sína og systur sína
- Hest, lamb og kú
- Sauð, snemmbæru og dóttur sína