Áttundi kafli Íslandsklukkan spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur
Quiz
Þegar dómkirkjupresturinn kom til Snæfríðar var hún ekki búin að ....?
- Klæða sig
- Bursta tennur
- Fá sér morgunverð
- Setja á sig hárkolluna
Hvað var dómkirkjupresturinn að dylgja um Snæfríði?
- Að hún væri þjófótt
- Að hún væri lauslát
- Að hún væri léleg í latínu
- Að hún gerði ekki skyldu sína
Við hvaða blóm líkti dómkirkjupresturinn Snæfríði?
- Melasól
- Maríustakk
- Munablóm
- Sóleyju
Hvað sagðist dómkirkjupresturinn vera?
- Reyndur maður
- Hálærður maður
- Gáfumaður
- Ástfanginn maður
Hvernig brást Snæfríður við bónorði dómkirkjuprestsins?
- Hún svaraði að hún hefði aldrei getað ímyndað sér neitt hlægilegra en ástfanginn dómkirkjuprest
- Hún sagðist elska Júnkerinn í Bræðratungu
- Hún sagðist eiga kærasta í Dalasýslu
- Hún sagðist ekki ætla að giftast
Snæfríður sagði við dómkirkjuprestinn:"Lofið mér því að hætta að tala um það þangað til öll skip eru komin." Hvað átti hún við með þessu?
- Hún ætlaði að skreppa til útlanda með næsta skipi
- Magnús í Bræðratungu var væntanlegur með næsta skipi
- Hún vonaðist til að Arne kæmi frá Danmörku
- Pabbi hennar sem átti að ráða því hverjum hún giftist var væntanlegur með næsta skipi
Snæfríður spurði dómkirkjuprestinn um Jón Hreggviðsson. Hverju svaraði hann?
- Hvaðan þekkir þú þann mann?
- Tekur madimoiselle sér í munn nafn þvílíks manns?
- Hann er bölvaður snærisþjófur af Akranesi
- Hann myrti böðul sinn