Níundi kafli Íslandsklukkan spurningar eftir Áslaugu Ármannsdóttur
Quiz
"Barn," segir Eydalín lögmaður þegar Snæfríður vindur sér inn um dyrnar. Hvar voru þau stödd?
- Í Skálholti
- Vestur í Dölum
- Á Þingvöllum
- Á Akranesi
Hverju svaraði Snæfríður föður sínum þegar hann spurði hvað hafi gerst?
- Arne er kominn
- Júnkerinn hefur beðið mín
- Dómkirkjupresturinn er alvarlega veikur
- Það hefur ekkert gerst
Hver lánaði Snæfríði pálún (veglegt tjald) sitt, steikara og skósvein?
- Landfógeti konungs á Bessastöðum
- Eydalín lögmaður
- Biskupinn
- Böðullinn
Hvað langaði Snæfríði að sjá á Þingvöllum?
- Almannagjá
- Drekkingarhyl
- Lögberg
- Öxarárfoss
Lögmaðurinn sagði að það ætti að höggva mann að morgni. Hvern?
- Galdramann af Ströndum
- Snærisþjóf úr Keflavík
- Strák af Skaga
- Bóndann á Húsafelli
Hvað heitir skógurinn við Þingvelli?
- Rauðskógar
- Bláskógar
- Grænskógar
- Svartiskógur
Eydalín lögmaður hafði fengið bréf frá Arne Arneusi. Hvert var aðalefni bréfsins?
- Að Arne var búinn að gifta sig
- Að það væri útlit fyrir stríð í Danmörku
- Að Arne væri stórskuldugur og að bækurnar hans lægju undir skemmdum
- Að hann ætlaði að koma heim fljótlega og giftast Snæfríði
Eydalín spurði Snæfríði hvort merkur maður hefði beðið hennar. Hverju svaraði hún?
- Já, Magnús í Bræðratungu
- Já, hreppstjórinn
- Sóknarpresturinn, sagði hún og hló kalt
- Dómkirkjupresturinn, sagði hún og hló kalt
"Heldur þann versta en þann næstbesta," sagði Snæfríður. Hvern átti hún við með því?
- Magnús í Bræðratungu
- Dómkirkjuprestinn
- Arne Arneus
- Hreppstjórann