10.kafli Gísla saga Súrssonar
Quiz
Hvaða breytingar áttu sér stað hjá Gísla og Þorkeli í upphafi kaflans?
- Gísli ákvað að flytja frá Hóli að Sæbóli til Þorgríms og Þórdísar
- Þorkell ákvað að flytja frá Hóli að Sæbóli til Þorgríms og Þórdísar
- Þorkell ákvað að flytja til Vésteins í Önundarfjörð
- Gísli ákvað að taka allt lausafé úr búinu og flytja til Noregs með Auði
Hvaða ástæðu gaf Þorkell fyrir því að hann flytti?
- Þorgrímur myndi aldrei krefjast þess af Þorkeli að hann færi að vinna í heyskap
- Honum fannst bær Þórdísar og Þorkels notalegri
- Hann sagðist ekki geta búið undir sama þaki og Auður þar sem hún væri systir Vésteins
- Hann sagði að Gísli hefði af sér tómt erfiði þar sem hann sjálfur ynni aldrei neitt í búinu
Hvernig skiptu þeir Þorkell og Gísli með sér eigum sínum?
- Gísli fékk allt lausafé en Þorkell hélt bænum og jörðinni
- Þorkell fékk allt lausafé en Gísli hélt bænum og jörðinni
- Þeir héldu áfram að eiga allt saman
- Þorkell tók bara kýrnar og kindurnar með sér en Gísli hélt öllu öðru
Sagt var að Þorkell og Gísli skiptu líka með sér ómegð. Hvað var átt við með því?
- Þeir áttu fjögur fósturbörn. Tvö fóru með Þorkeli og tvö urðu eftir hjá Gísla
- Þeir áttu tvö fósturbörn, Guðríði og Geirmund. Guðríður var eftir hjá Gísla en Geirmundur fór með Þorkeli
- Þeir áttu fjögur fósturbörn. Þrjú fóru með Þorkeli og einn varð eftir hjá Gísla
- Þeir áttu tvö fósturbörn, Guðríði og Geirmund. Geirmundur var eftir hjá Gísla en Guðríður fór með Þorkeli
Hvað var það sem Gísli hafði látið af í Vébjörgum í Danmörku?
- Veisluhöldum
- Bardögum
- Drykkju
- Blótum
Gísli bauð vinum sínum til haustveislu. Hvern fannst Auði konu hans vanta í boðið?
- Þorgím
- Þorkel
- Véstein
- Geirmund
Hvers vegna vildi Gísli ekki að Vésteinn væri með í veislunni?
- Hann óttaðist að Þorkell myndi hefna sín á Vésteini
- Honum fannst hann leiðinlegur
- Hann var hræddur um að hann myndi hleypa boðinu upp
- Hann óttaðist að Ásgerður myndi koma með skyrtu handa Vésteini