11.kafli Hrafnkels saga
Quiz
Hvar var Hrafnkell þegar Sámur og Þjóstarsynir komu að Aðalbóli?
- Hann var í hofinu
- Hann hvíldi í rekkju sinni
- Hann sat að snæðingi
- Hann var í útibúrinu
Hvernig komust Sámur og menn hans inn í bæinn?
- Bærinn var ólæstur
- Kona Hrafnkels opnaði fyrir þeim
- Þeir skutu stokki á hurðina og brutu hana upp
- Þeir komust inn um leynigöng sem Sámur vissi um
Hvernig brást Hrafnkell við þegar ljóst var að komumenn myndu ekki sinna bónum hans um grið?
- Hann bað mönnum sínum lífs
- Hann bað þá að hlífa konunni sinni við að verða vitni að líflátum
- Hann bað þá að drepa sig strax
- Hann bað þá að drepa Freyfaxa svo hann gæti hvílt í sömu gröf og hann sjálfur
Hvernig var gengið frá Hrafnkeli og mönnum hans meðan Þorgeir og Sámur háðu féránsdóminn?
- Þeir voru hengdir upp á tánum
- Þeir voru hengdir upp á höndunum
- Þeir voru hengdir upp á hárinu
- Þeir voru hengdir upp á hásinunum
Hvaða tvo kosti gerði Sámur Hrafnkeli?
- Að vera drepinn eða að flytja til útlanda
- Að vera drepinn eða fara burt úr héraðinu
- Að Hrafnkell flytti úr héraðinu eða að synir hans yrðu eftir og færu í vinnu hjá Sámi
- Að Hrafnkell flytti burt úr héraðinu eða að fjölskyldan gerðist þrælar hjá Þorkeli í Þorskafirði
Hvorn kostinn valdi Hrafnkell?
- Að halda lífi og flytja burt
- Að láta drepa sig
- Að halda lífi og gerast þræll
- Að halda lífi og fara til útlanda
Hvað fannst Þjóstarsonum um það að Sámur skyldi gefa Hrafnkeli líf?
- Þeir sögðu að Sámur væri góður maður að gefa Hrafnkeli líf
- Þeir voru reiðir vegna þess
- Þeim fannst það alveg sjálfsagt
- Þeir sögðu að hann myndi iðrast þess
Hvert flutti Hrafnkell eftir hrakningana af Aðalbóli?
- Að Hallfreðarstöðum í Hróastungu
- Að Arnþrúðarstöðum
- Að Lokinhillu austan við Lagarfljót
- Í Geitdal
Hvernig gat Hrafnkell keypt sér land eftir að Sámur hafði tekið nánast allar eigur hans?
- Hann fékk arf eftir föður sinn
- Oddbjörg kona hans fékk arf eftir foreldra sína
- Hann tók lán
- Bændur í Hrafnkelsdal og Jökuldal söfnuðu fé svo Hrafnkell gæti keypt sér land