Gísla saga Súrssonar 12.kafli
Quiz
Hverjir börðust með ljáum?
- Húskarlar Þorvarðar í Holti
- Húskarlar Vésteins á Hesti
- Húskarlar Gísla á Hóli
- Húskarlar Þorkels á Sæbóli
Hverjum tókst að sætta húskarlana í Holti?
- Gísla Súrssyni
- Þorvarði í Holti
- Þorkeli á Sæbóli
- Vésteini
Hvar sprungu hestar þeirra Hallvarðs og Hávarðar?
- Í Austmannsfalli
- Í Arnkelsbrekku
- Í Galtardal
- Á Folafæti
Hvað tóku þeir Hallvarður og Hávarður til bragðs?
- Þeir fengu lánaða hesta í Tröð
- Þeir hlupu á eftir Vésteini
- Þeir hrópuðu og kölluðu
- Þeir gáfust upp
Hvað tók Vésteinn úr fégyrðli sínum þegar húskarlarnir höfðu rétt honum hálfa peninginn frá Gísla?
- Gullhring
- Smáaura
- Hinn helminginn af peningnum
- Silfursjóð
Hvað varð Vésteini að orði?
- ...en nú falla öll vötn til Dýrafjarðar og mun ég þangað ríða enda er ég þess fús.
- Skynsamlegast er að fara að ráðum Gísla og sný ég þegar heim.
- Nú mun ég halda áfram suður og kem ekki við í Haukadal.
- Haukadalur er minn áfangastaðiur og mun ég flýta mér þangað
Hver bjó á Gemlufall?
- Skúli Jónsson
- Lúta frændkona Vésteins
- Valgerður frænka Gísla
- Bróðir Vésteins
Hvaða mann hitti Vésteinn á Þingeyri?
- Þorstein þorskabít
- Þorgrím funa
- Þorvarð neista
- Þorvald gneista
Hverja hitti Vésteinn fyrst þegar hann kom í Haukadal?
- Guðlaug og Guðríði
- Gunnlaug og Helgu
- Guðmund og Rakel
- Geirmund og Rannveigu
Fjórir menn vöruðu Véstein við að koma í Haukadal. Hverjir voru þeir?
- Þorkell, Ásgerður, Þorgrímur og Önundur
- Þorvarður, Auður, Bessi og Hákon
- Gísli, Lúta, Þorvaldur gneisti og Geirmundur
- Þórdís, Guðríður, Rannveig og Hildur
Vésteinn kom með gjafir til Gísla og Þorkels. Hvað gjafir voru það?
- Silfurhnífar, silfurskeiðar og silfurbikarar
- Rúmábreiður, sparlök og sængur
- Handklæði, veggteppi og skálar
- Refill, höfuðdúkur og mundlaugar
Hvernig svaraði Þorkell þegar Gísli sýndi honum gripina sem Vésteinn færði þeim?
- ....og vil ég eigi þiggja gripina; eigi eru launin sýnni en svo
- Hann þakkað vel fyrir sig og sagðist taka við gripunum með ánægju
- Ásgerður mín þú ert verðug þessara gripa
- Mér finnst skrýtið að Vésteinn færi mér gripi en ekki Þorgrími