Gísla saga Súrssonar 14. kafli
Quiz
Hvar hugðist Gísli heygja Véstein?
- Heima hjá honum á Hesti
- Á Þingeyri
- Á sandmel við Seftjörn
- Á Gemlufalli
Hverjir komu að aðstoða Gísla við haugsgerðina?
- Synir Vésteins
- Húskarlar á Gemlufall
- Bændur úr Önundarfirði
- Þorgrímur og menn hans
Hvað gerði Þorgrímur þegar verið var að búa um líkið?
- Hann hnýtti skó á líkið
- Hann setti húfu á líkið
- Hann setti vettlinga á líkið
- Hann batt trefil á líkið
Hvaða orð viðhafði Þorgrímur þegar hann hafði hnýtt skóna á Véstein?
- "Þá getur hann skálmað til Valhallar"
- "Eigi kann ég helskó binda ef þessir losna"
- "Þessir skór eru gerðir úr góðu leðri"
- "Nú er Vésteinn fær í flestan sjó"
Um hvað spurði Þorkell Gísla tvisvar?
- Hvernig honum liði
- Hvort kona Vésteins og synir væru búin að frétta um vígið
- Hvernig Auður bærist af
- Hvort Þórður huglausi væri búinn að ná sér
Gísla dreymdi drauma tvær nætur í röð. Hvernig réði hann draumana?
- Að tveir menn kæmu og réðu sér bana
- Að Auður og Ásgerður myndu taka sótt og deyja báða
- Að þræll yrði Þorkeli að bana
- Að banamaður Vésteins kæmi frá Sæbóli
Með hverju vildi Þorkell að þeir Gísli sættust eftir víg Vésteins?
- Hann vildi að þeir tækju upp leika
- Hann vildi að þeir færu saman til Noregs
- Hann vildi flytja aftur til Gísla og Auðar
- Hann vildi taka dóttur Gísla í fóstur
Hverju lofaði Þorkell Gísla?
- Að hann myndi hjálpa honum við að hefna Vésteins
- Að ef hann lendi í sömu sorg og Gísli nú að hann myndi gera það sem Gísli gerir núna
- Að hann myndi finna banamann Vésteins
- Að hann og Þorgrímur myndu sækja fjölskyldu Vésteins