Gísla saga Súrssonar 24.kafli
Quiz
Hvert fór Gísli þegar voraði?
- Í Geirþjófsfjörð til Auðar
- Í Dýrafjörð til Þorkels Eiríkssonar
- Til Önundarfjarðar til Þorvarðar í Holti
- Til Þórsness til Þórdísar systur sinnar
Hvað vildi draumkonan hin verri gera Gísla?
- Velta honum upp úr for
- Rjóða á hann blóði
- Stinga spjóti í hjartað í honum
- Fara með hann til Heljar
Hverjum sagði Gísli drauma sína?
- Auði konu sinni
- Guðríði mey
- Þórdísi systur sinni
- Þorgerði á Vaðli
Hvað tók Gísli til ráðs þegar Þorkell bróðir hans vildi ekki tala við hann?
- Hann braust inn í bæinn til Þorkels
- Hann risti rúnir á kefli og kastaði því inn í bæinn
- Hann fór burt við svo búið
- Hann hrópaði utan við bæinn þangað til Þorkell kom út
Hvað vildi Gísli Þorkeli?
- Hann sagðist bara vera að þakka honum fyrir alla þá liðveislu sem Þorkell hafði veitt sér
- Hann sagðist vera kominn í síðasta sinn til að kveðja Þorkel að fullu
- Hann sagðist vera kominn til þess að gerasr ráðsmaður hjá Þorkeli
- Hann hét á Þorkel að veita sér skörulega liððveislu
Hvað bauð Þorkell Gísla í þetta sinn?
- Að hann gerðist ráðsmaður hjá sér
- Vaðmál og silfur
- Vistir til eins árs
- Hross og skip
Hvað mælti Gísli til Þorkels?
- Farðu vel Þorkell ég mun ekki angra þig framar
- Ég kann þér að segja að þú munt fyrr verða drepinn en ég
- Vertu blessaður. Ég mun bjóða þér í haustblót á næsta hausti
- Skilaðu til Ásgerðar að hún verði senn ekkja
Hvert fór Gísli næst?
- Í Geirþjófsfjörð
- Að Haga á Barðaströnd
- Á Hjarðarnes
- Til Hergilseyjar
Hvað gerði Gísli til að blekkja menn og látast vera dauuður?
- Hann hvolfdi skipinu sem Þorkell hafði látið hann fá og lét það reka inn að Nesjum
- Hann skildi föt sín eftir í fjörunni svo menn héldu að hann hefði drukknað
- Hann sendi hesta sína til byggða með farangur á bakinu svo menn héldu að hann hefði farist á fjöllum
- Hann kom af stað orðrómi um að hann hefði drukknað í Vatnsdalsá
Hvað hétu hjónin í Hergilsey?
- Ingjaldur og Þorgerður
- Ingólfur og Þórunn
- Ingimundur og Þorbjörg
- Ingileifur og Þórgunnur