24.kafli Laxdæla saga
Quiz
Hverjir sáu Laugamenn í fyrirsátinni?
- Bessi í Bessatungu og sonur hans
- Þorkell á Hóli og vinnumaður hans
- Jón á Staðarhóli og bóndinn á Leiti
- Þorkell á Hafratindum og smalasveinn hans?
Hvað lagði smalamaðurinn til?
- Að þeir gengju í lið með Laugamönnum
- Að þeir gengju í lið með Kjartani
- Að þeir sneru á móti Kjartani og vöruðu hann við
- Að þeir söfnuðu liði fyrir Kjartan
Hvað vildi Þorkell gera?
- Ganga í lið með Kjartani
- Ganga í lið með Laugamönnum
- Fara heim og láta sem ekkert væri
- Að þeir skyldu koma sér þangað sem engin hætta væri og horfa á leikinn
Hvar grunaði Ósvífurssyni að Bolli væri?
- Að hann væri í felum svo hann þyrfti ekki að taka þátt í árásinni á Kjartan
- Að hann lægi upp við gilbrúnina svo hann gæti varað Kjartan við
- Að hann hefði snúið heim
- Að hann hefði riðið á móti Kjartani og ætlað sér að ganga í lið með honum
Hver skaut fyrst spjóti í bardaganum og að hverjum?
- Kjartan að einum Ósvífurssona
- Bolli að Kjartani
- Kjartan að Bolla
- Einn Ósvífurssona að Áni
Hvaða vopn hafði Bolli með sér?
- Sverðið Grásíðu
- Sverðið Fótbít
- Sverðið konungsnaut
- Spjót
Hvað gerðist með Án?
- Hann féll og dó samstundis
- Hann fékk öxi í höfuðið og heilinn í honum féll til jarðar
- Hann féll og voru iðrin úti
- Hann drap einn Ósvífurssona
Hvað sagði Kjartan við Bolla þegar bardaginn stóð sem hæst?
- "Reyndu nú að standa þig Bolli"
- "Hvar er nú sverðið Fótbítur, Bolli bróðir?"
- Hví fórstu að heiman ef þú vildir kyrr standa hjá?
- "Þú er nú meiri auminginn, Bolli bróðir"
Hver veitti Kjartani banasárið?
- Þórarinn í Tungu
- Sonur Þórhöllu málgu
- Einn Ósvífurssona
- Bolli
Hvert var farið með lík Kjartans eftir bardagann?
- Að Tungu
- Að Laugum
- Í Hjarðarholt
- Í Bessatungu
Hvað sagði Guðrún við Bolla þegar hann kom heim eftir að hafa drepið Kjartan?
- "Nú er ég ánægð með þig að vera búinn að losa okkur við Kjartan"
- "Misjöfn verða morgunverkin, ég hef spunnið tólf álna garn en þú hefur vegið Kjartan"
- "Gastu ekki látið bræður mína um að drepa Kjartan"
- "Betra hefði verið að Kjartan hefði vegið þig"
Bolli bað hana að minna sig ekki á það......................?
- Voðaverk
- Skemmdarverk
- Óhappaverk
- Mannvíg
Hvað þótti Guðrúnu mest um vert í sambandi við vígið á Kjartani?
- Að nú þyrftu þau ekki lengur að óttast hefnd Kjartans
- Að nú myndi Bolli fá meiri völd
- Hún var búin að ná fram hefndum á svikum Kjartans
- Að Hrefna mundi eigi ganga hlæjandi að sænginni um kvöldið
Hvað sagði Bolli við viðbrögðum Guðrúnar á vígi Kjartans?
- Loksins gat ég gert þér eitthvað til hæfis
- "Mig grunar að þér hefði brugðið minna við ef ég hefði legið eftir á vígvellinum"
- "Hefði þér þótt betra að bræður þínir hefðu vegið Kjartan?"
- "Ertu nú ánægð, kelling?"
Hvað var um Án hinn hvíta?
- Hann dó
- Allir héldu að hann væri dauður en hann reis upp og iðrunum var troðið inn í hann og bundið um sárin
- Hann reis upp frá dauðum
- Allir héldu að hann væri dauður en hann reis á fætur og tróð heilanum á sinn stað