Gísla saga Súrssonar 26.kafli
Quiz
Hver hélt Ingjaldur að væri á skipinu sem sigldi að sunnan til Hergilseyjar?
- Þorkell Súrsson
- Gestur Oddleifsson
- Eyjólfur grái
- Börkur hinn digri
Hvað lagði Ingjaldur til að þeir Gísli gerðu?
- Að þeir feldu sig báðir í jarðhýsinu
- Að þeir flýðu til lands
- Að þeir færu upp á Vaðsteinaberg og verðust
- Að þeir sigldu á móti þeim
Hvað lagði Gísli til að þeir gerðu?
- Að Gísli færi í bátinn með þrælnum en Ingjaldur færi á Vaðsteinaberg með ambáttinni
- Að Gísli færi í bátinn með Bóthildi en Ingjaldur færi á Vaðsteinaberg með þrælnum
- Að Ingjaldur færi í bátinn með Bóthildi en Gísli færi á Vaðsteinaberg með þrælnum
- Að Gísli og Ingjaldur færu í bátinn en Svartur og Bóthildur færu á Vaðsteinaberg
Hver sagði Bóthildur að væri í bátnum með henni?
- Þrællinn Svartur
- Faðir hennar
- Ingjaldsfíflið
- Gísli Súrsson
Hvað tók Gísli til bragðs?
- Hann fór að leika fíflið
- Hann stakk sér til sunds
- Hann réðst á bátverja Börks og tókst að bana tveimur
- Hann reyndi að spjalla við Börk
Hvað mælti Börkur til Ingjalds?
- Við munum pynta og drepa Bóthildi ambátt þína ef þú segir ekki til Gísla
- Við munum taka Þorgerði konu þína í gíslingu þar til þú segir til Gísla
- Við munum kvelja þig og pína þar til þú segir til Gísla
- Hitt er nú ráð að selja fram Gísla eða segja til hans
Hverju svaraði Ingjaldur?
- Ég mun heldur fórna ambáttinni en að segja til Gísla
- Ég hef vond klæði og hryggir mig ekki þó að ég slíti þeim eigi gerr
- Þið getið pínt mig og drepið en ég mun aldrei segja til Gísla
- Ég mun heldur velja líf Þorgerðar en Gísla
Hvers vegna töldu menn að Ingjaldur hafi getað falið Gísla svona lengi?
- Því menn héldu að Gísli væri dauður og voru hættir að leita hans
- Vegna þess hve Ingjaldur og Þorgerður voru samtaka um að gæta hans
- Vegna þess að galdur Þorgríms nefs náði ekki út í eyjar
- Vegna þess hve Gísli var flinkur að leika Ingjaldsfíflið