Gísla saga Súrssonar 27.kafli
Quiz
Hvers vegna fannst Berki að hann ætti ekki að ráðast á Ingjald?
- Af því að hann var frændi hans
- Af því að Ingjaldur var saklaus
- Af því að hann var landseti hans
- Af því að ef Ingjaldur dæi yrði Börkur að taka við Ingjaldsfíflinu
Hvað uppgötvuðu Börkur og menn hans þegar þeir fundu fíflið á beit í eynni?
- Að þetta var Gísli sjálfur sem var þar á beit
- Að þeir höfðu verið blekktir
- Að Ingjaldur átti tvo þroskahefta syni
- Að þrællinn hefði verið að leika fíflið
Hvað tók Gísli til bragðs þegar hann varð var við eftirför Barkar?
- Hann stakk sér til sunds
- Hann sneri bátnum og reri til hafs
- Hann hljóp á land
- Hann sökkti bátnum
Hvernig skildi Gísli við ambáttina?
- Hann lét hana fá gull sem hún átti að færa Ingjaldi og segja honum að gefa þrælum sínum frelsi
- Hann lét hana fá silfurhring sem hún átti að færa Ingjaldi og segja honum að gefa þrælum sínum frelsi
- Hann lét hana fá hníf og belti sem hún átti að færa Ingjaldi og segja honum að gefa þrælum sínum frelsi
- Hann lét hana fá pengingasjóð sem hún átti að færa Ingjaldi og segja honum að gefa þrælum sínum frelsi
Hvar kom Gísli á land?
- Í Vatnsfirði
- Í Kjálkafirði
- Á Hjarðarnesi
- Við Pennuós
Hver hljóp á eftir Gísla?
- Njósnar-Helgi
- Saka-Steinn
- Börkur hinn digri
- Eyjólfur grái
Hvernig brást Gísli við eftirförinni?
- Um leið og menn Barkar komu í land stakk Gísli sér til sunds og hvarf þeim sjónum
- Honum tókst að fela sig í hellisskúta
- Hann reyndi að verjast Saka-Steini en féll
- Um leið og Saka-Steinn kom auga á Gísla keyrði hann sverð í höfuð Saka-Steins og klauf í herðar niður
Til hvaða bæjar komst Gísli?
- Að Brjánslæk
- Að Haga á Barðaströnd
- Að Auðshaugi á Hjarðarnesi
- Að Rauðsdal
Hver bjuggu þar?
- Björn og Bryndís
- Úlfur og Sædís
- Mörður og Ásdís
- Refur og Álfdís
Hvernig var Álfdísi lýst?
- Væn að yfirliti en fárskona og hinn mesti kvenskratti
- Væn að yfirliti prúð í fasi og hinn mesti kvenkostur
- Fögur kona vel búin og með höfðingsbrag
- Kona á besta aldri og vel á sig komin
Hvar faldi Álfdís Gísla?
- Undir rúmdýnunni sinni
- Uppi á háalofti
- Í jarðhýsi
- Ofan í sýrukeri
Hvernig brást Álfdís við Berki og mönnum hans þegar þeir leituðu Gísla?
- Hún bauð þeim upp á veitingar
- Hún hrópaði að þeim fúkyrðum
- Hún rak þá öfuga út
- Hún seldi Gísla í hendur þeirra
Hvað gaf Gísli Ref fyrir hjálpina?
- Sverð
- Hníf ohg belti
- Silfursjóð
- Gullhring
Sagt var að Gísli væri mikill atgervimaður en eigi.................
- Keppnismaður
- Auðugur
- Gæfumaður
- hafi hamingjan hossað honum