Gísla saga Súrssonar 29.kafli
Quiz
Hvernig áttaði Börkur sig á því hverjir sveinarnir væru?
- Þeir voru svo líkir Vésteini
- Hann vissi að Þorkell átti enga aðra óvildarmenn
- Af orðum þeim er Helgi hafði mælt
- Hann hafði hitt þá áður
Við hvern ráðfærði Börkur sig eftir víg Þorkels?
- Ref á Auðshaugi
- Gest Oddleifsson
- Gísla Súrsson
- Ingjald í Hergilsey
Hvaða ráð gaf Gestur?
- Að leita sveinanna og drepa þá strax
- Að leita sveinanna og láta dæma þá á Alþingi
- Að hyggja ekki á hefndir
- Að reyna bara að gleyma þessu
Hver var sagður hafa verið með í ráðum með sveinunum um víg Þorkels?
- Auður Vésteinsdóttir
- Gestur Oddleifsson
- Börkur hinn digri
- Eyjólfur grái
Hvar var Þorkell heygður?
- Á Þórsnesi
- Í Þorskafirði
- Á Sæbóli
- Í Geirþjófsfirði
Hvert fóru sveinarnir eftir vígið?
- Til Noregs
- Heim til sín í Önundarfjörð
- Í Geirþjófsfjörð
- Í Hergilsey
Af hverju gátu sveinarnir ekki verið í Geirþjófsfirði?
- Þeir hefðu fundist þar undir eins
- Það var ekki nægur matur til á bæ Auðar
- Því þeir höfðu vegið bróður Gísla og honum fannst að hann yrði að hefna hans
- Þeim samdi illa við Guðríði mey
Hvert sendi Auður frændur sína?
- Að Hóli í Haukadal
- Heim að Hesti
- Í Hjarðardal til Þorkels auðga
- Í Mosdal til sona Bjartmars