Gísla saga Súrssonar 31.kafli
Quiz
Hver var sendur með Njósnar-Helga í Geirþjófasfjörð?
- Hávarður
- Eyjólfur grái
- Börkur hinn digri
- Vestgeirr
Í hvaða erindagjörð var sagt að þeir Hávarður og Njósnar-Helgi væru?
- Leita að fé
- Heyja
- Veiða silung
- Höggva tré
Hvað sáu þeir í kleifunum fyrir sunnan ána?
- Gísla
- Ær
- Hest
- Eld
Hvað tóku þeir til bragðs?
- Þeir hóuðu og létu til sín heyra
- Fóru að skoða bálið
- Þeir reistu vörðu
- Þeir skriðu inn í fylgsni sitt og biðu til morguns
Hvað gerði Helgi meðan Hávarður svaf?
- Hann sofnaði líka
- Hann bætti á vörðuna og stækkaði hana.
- Hann læddist að eldinum og sá Gísla
- Hann hlóð aðra vörðu
Hvað gerði Hávarður við vörðuna meðan Helgi svaf?
- Hann bar vörðuna á brott
- Hann bætti enn fleiri steinum í vörðuna
- Hann kveikti eld
- Hann sat og hugsaði
Hvað gerði Hávarður þegar Helgi vaknaði?
- Hann kastaði í hann steini svo hann vankaðist
- Hann tók stein einn mikinn og keyrði niður á bergið nærri höfði Helga svo jörðin bifaðist við
- Hann velti bjargi niður dalinn
- Hann lét koma jarðskjálfta
Hverju svaraði Hávarður þegar Helgi spurði hvað gengi á?
- Hér hafa orðið allmargir jarðskjálftar
- Mér fannst ég sjá nokkra menn uppi á brúnum fjallsins
- Maður er í skóginum og hafa margir slíkir komið hér í nótt
- Það féll skriða hér rétt fyrir utan
Hverju svaraði Helgi?
- Það hefur verið Börkur hinn digri
- Það hafa verið stuðningsmenn Gísla
- Það hafa verið Ingjaldur og menn hans
- Það mun Gísli hafa verið
Hvert fóru Hávarður og Helgi?
- Í Trostansfjörð
- Til Bíldudals
- Að Hrafnseyri
- Í Otradal
Hversu marga menn tók Eyjólfur grái með sér í Geirþjófsfjörð?
- Hann fór við tólfta mann
- Hann fór við fjórða mann
- Hann fór við þrettánda mann
- Hann fór við sjötta mann
Hver sagði Hávarður að hefði borið vörðuna burt?
- Auður
- Gísli
- Guðríður
- Förumaður
Hvað sagði Eyjólfur við Auði?
- Hvar var Gísli síðastliðinn vetur?
- Segðu mér, Auður, hvers vegna ert þú hér í þessum eyðifirði?
- Ég vil eiga kaup við þig, Auður
- Ég ætla að drepa Guðríði ef þú segir ekki til Gísla
Hvernig brást Auður við orðum Eyjólfs?
- Hún varð ofsareið og rak hann út
- Hún þóttist ætla að taka tilboði Eyjólfs
- Hún hló að honum og spurði hvernig honum dytti í hug að bjóða sér slíkt
- Hún brast í grát