32.kafli Laxdæla saga
Quiz
Hverju svaraði Guðrún, þegar Þorgils minnti hana á hvernig hún hefði svarað bónorði sínu?
- Eigum við ekki að halda brúðkaupið okkar í sumar
- Synir mínir leyfa ekki að ég giftist þér
- Það hygg ég að ég héti þér því að giftast engum manni samlendum en þér
- Ég man ekki til þess að ég hafi lofað nokkru
Hverjum sagðist Guðrún ætla að giftast?
- Þorgeiri Eyjólfssyni
- Þorkeli Eyjólfssyni
- Snorra goða
- Þorsteini svarta
Hver sagði Þorgils, að hefði ráðið því hver ætti að giftast Guðrúnu?
- Ósvífur faðir hennar
- Snorri goði
- Bolli og Þorleikur
- Bræður Guðrúnar
Hverjum líkaði illa hvernig Guðrún blekkti Þorgils?
- Sonum hennar
- Bræðrum hennar
- Griðkonum hennar
- Snorra goða og föður hennar
Hverjir buðu sonum Helga Harðbeinssonar bætur fyrir víg Helga?
- Snorri goði og Ósvífur
- Lambi Þorbjarnarson og Guðrún
- Þorgils Hölluson og Þorsteinn svarti
- Bollasynir
Þorgils Hölluson var veginn á Alþingi um sumarið. Hver var talinn hafa ráðið því að hann var veginn?
- Lambi og Þorstienn svarti
- Bolli og Þorleikur
- Guðrún Ósvífursdóttir
- Snorri goði
Hvar kom Þorkell Eyjólfsson að landi þegar hann kom frá Noregi?
- Í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi
- Í Borgarfirði
- Við Suðurland
- Í Hrútafirði
Hvar var brúðkaup Þorkels og Guðrúnar haldið?
- Í Reykholti
- Í Garpsdal
- Á Laugum í Sælingsdal
- Á Helgafelli
Hver var Gunnar Þiðrandabani?
- Hann var vinur Guðrúnar en óvinur Þorkels
- Hann var frændi Guðrúnar
- Hann var frændi Þorkels
- Hann var mikill óvinur Guðrúnar
Hvers vegna leyndi Gunnar sér í brúðkaupi Guðrúnar og Þorkels.
- Hann vissi að hann ætti þar nokkra óvini
- Því Þorkell hafði heitið því að drepa hann ef hann næði honum einhvers staðar
- Af því að hann þekkti þar ekki nokkurn mann
- Því að hann var ástfanginn af Guðrúnu og vildi dást að henni í laumi
Hver var það sem bar kennsl á Gunnar Þiðrandabana?
- Snorri goði
- Bolli Bollason
- Þorkell Eyjólfsson
- Þorleikur Bollason
Hvað ætlaði Þorkell að gera Gunnari Þiðrandabana?
- Taka hann fastan
- Bjóða hann velkominn
- Drepa hann
- Láta dæma hann
Hver kom á sáttum milli Gunnars og Þorkels?
- Þorsteinn svarti
- Bolli Bollason
- Guðrún Ósvífursdóttir
- Snorri goði