4.kafli Hrafnkelssaga
Quiz
Hvað hét bróðir Bjarna í Laugarhúsum?
- Þorgeir
- Þorbjörn
- Þorsteinn
- Þorkell
Á hvaða bæ bjó Þorbjörn?
- Hlíð
- Hálsi
- Hæli
- Hóli
Hvar er bærinn Hóll?
- Í Hrafnkelsdal
- Á Jökuldal
- Í Fljótsdal
- Í Hróastungu
Hvers vegna varð Einar Þorbjörnsson að leita sér vistar hjá Hrafnkeli?
- Hann langaði að fara að heiman
- Hann vildi vinna sér inn peninga
- Faðir hans var fátækur
- Hann langaði að fá tækifæri til að ríða Freyfaxa
Hvernig tók Hrafnkell í það að Einar bað um vinnu?
- Hann vildi helst ekki láta hann hafa vinnu
- Hann var viss um að Einar gæti ekki gætt kinda
- Hann tók honum vel
- Hann sagðist vera búinn að ráða í allar stöður
Við hvað átti Einar að starfa?
- Hann átti að mjólka kýrnar
- Hann átti að vinna við smíðar
- Hann átti að gæta hestanna
- Hann átti að gæta ánna
Hrafnkell varaði Einar við einum hlut. Hvað var það?
- Hann mátti ekki stríða mjaltakonunum
- Hann mátti ekki drekka úr rjómatroginu
- Hann mátti undir engum kringumstæðum ríða Freyfaxa
- Hann mátti ekki fara með féð yfir ána
Hrafnkell sagði við Einar: "Eigi veldur sá er varir." Hvað þýðir það?
- Það er ekki hægt að vara mann við eftir á
- Það er ekki hægt að kenna þeim um, sem varar við, hvernig fer
- Það er sjálfsagt að vara menn við
- Það er mér að kenna ef ég vara þig ekki við