4.kafli Laxdæla saga
Quiz
Hvert fór Ólafur í fóstur?
- Til Þorbjarnar skrjúps
- Til Þórðar godda
- Til Gilla hins gerska
- Til Daka-Kolls
Hvaða tungumál kenndi Melkorka syni sínum?
- Ensku
- Norsku
- Írsku
- Dönsku
Hvert vildi Melkorka að Ólafur færi?
- Til Miklagarðs
- Til Írlands
- Til Noregs
- Til Danmerkur
Hvað var Melkorku illa við að sonur hennar væri kallaður?
- Tíkarsonur
- Goddi
- Skrjúpur
- Ambáttarsonur
Hverjum giftist Melkorka?
- Þorbirni skrjúp
- Þórði godda
- Gilla hinum gerska
- Höskuldi Dala-Kollssyni
Hvaða greiða gerði Þorbjörn skrjúpur Ólafi?
- Hann kostaði utanlandsferð hans
- Hann útvegaði honum far með skipi þegar Ólafur fór utan
- Hann lánaði honum hesta svo hann kæmist til skips
- Hann lánaði honum þrælinn sinn til þess að þjóna Ólafi í ferðinni
Hvers vegna fór Ólafur utan á meðan á Alþingi stóð?
- Af því þá átti skipið hans að sigla
- Af því að Þorbjörn skrjúpur vildi það
- Þá var Höskuldur á þingi og vissi ekki að Ólafur væri að fara utan
- Af því að það var besti tíminn til að sigla
Hvað sagðist Ólafur ætla að gera þegar pabbi hans vildi að hann riði með sér til þings?
- Að hann ætlaði að fara til Borgarfjarðar og kaupa sér fé
- Hann ætlaði að byggja fjárhús
- Hann ætlaði að byggja fjós
- Hann sagðist ætla að hlaða gerði handa lömbunum við Laxá
Hvar var skipið sem Ólafur vissi um?
- Á Suðureyri við Súgandafjörð
- Í Búðardal við Hvammsfjörð
- Á Borðeyri við Hrútafjörð
- Á Drangsnesi við Steingrímsfjörð
Hvað hét sá sem stýrði skipinu?
- Björn
- Örn
- Haukur
- Hrafn
Hvaða grip átti Ólafur að sýna afa sínum til þess að hann myndi sannfærast um að hann væri sonur Melkorku?
- Silfurhring
- Gullmen
- Silfurmen
- Gullhring
En hvaða gripi átti hann að sýna fóstru móður sinnar?
- Sverð og skjöld
- Hníf og belti
- Spjót og atgeir
- Skikkju og gullmen