9.kafli Gísla saga Súrssonar
Quiz
Hvenær komu Þorkell og Þorgrímur heim úr sinni ferð?
- Sama dag og Gísli kom úr sinni ferð
- Ári á eftir Gísla
- Tveim árum á undan Gísla
- Um veturnætur
Hvernig hafði ferðin lánast hjá Þorgrími og Þorkeli?
- Þeir komu heim stórskuldugir
- Þeir höfðu brotið skip sitt og fengu far með norskum mönnum heim
- Þeir komu heim slyppir og snauðir
- Þeim hafði orðið gott til fjár
Þorkell er sagður ofláti. Hvað er ofláti?
- Hrokafullur maður, spjátrungur
- Duglegur maður
- Vitur maður
- Letingi
Hvar var Þorkell þegar allir karlmenn á bænum voru í heyskap?
- Hann fór í fiskiróður
- Hann fór að heimsækja Þórdísi systur sína
- Hann fór í útreiðartúr
- Hann lá inni í eldhúsi
Hvaða herbergi var sunnan við eldhúsið?
- Hjónahús Gísla og Auðar
- Dyngja kvennanna
- Baðstofan
- Skáli vinnumannanna
Hvað voru Auður og Ásgerður að sýsla?
- Prjóna
- Vefa
- Sauma
- Súta skinn
Hvað sagði Ásgerður við Auði?
- Viltu leyfa mér að skera skyrtu á Véstein bróður þinn
- Veittu mér það að þú sker mér skyrtu, Þorkatli bónda mínum
- Getur þú saumað fyrir mig buxur á Þorkel?
- Leyfðu mér að gera skikkju á Gísla
Hvað táknaði það að ung kona gerði ungum manni klæði?
- Hún var að senda honum skilaboð um að ekki þýddi fyrir hann að biðja hennar
- Að hún yrði ambátt hans til framtíðar
- Að hún liti hann ástaraugum
- Að hún myndi eignast barn með honum innan árs
Hverju svaraði Auður Ásgerði?
- "Það dettur mér ekki í hug, það gæti komið af stað alvarlegu missætti milli okkar hjóna."
- "Það myndu fylgja því mannlestir ef ég gerði það."
- "Það kann ég eigi betur en þú, og myndir þú ekki biðja mig ef þú skyldir skera Vésteini bróður mínum skyrtuna"
- "Já, það skal ég gera með ánægju."
Hver hleraði samtal kvennanna?
- Þorkell
- Gísli
- Þorgrímur
- Vésteinn
Hvað sagði Auður þegar hún áttaði sig á að Þorkell hafði hlerað?
- Það boðar ekki gott að Þorkell hafi hlustað á okkur
- Jæja, skömmin, liggur á hleri eins og njósnari
- "Oft stendur illt af kvennahjali."
- Við verðum að vara okkur á því að tala ekki svona opinskátt aftur
Hvernig tók Þorkell því sem hann hafði heyrt konurnar ræða um?
- Hann ákvað að skilja við Ásgerði á stundinni
- Hann söðlaði hest og reið í burtu
- Hann tók því létt, hafði svo sem ekkert við það að athuga
- Hann neitaði Ásgerði að koma upp í rúm til sín.
Hvernig tók Ásgerður því að fá ekki að fara upp í rúmið sitt?
- Hún ákvað að þæfast við Þorkel um rekkjuna
- Hún hótaði að skilja við Þorkel og taka með sér allan þann auð sem hún hafði komið með í búið
- Hún bjó um sig í auðu rúmi
- Hún fór heim til Þorgríms og Þórdísar og fékk að gista þar
Hvernig lauk ósáttum þeirra Þorkels og Ásgerðar?
- Þau skildu en héldu áfram að búa í sama húsi
- Þau skildu og Ásgerður flutti til foreldra sinna
- Þau sættust á yfirborðinu
- Þau sættust heilum sáttum