Kartafla í skóinn Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
|
|
Einu sinni var óþekkur strákur sem fannst jólin leiðinleg því að pabbi hans var aldrei heima um jólin. Þegar Grýla heyrði þetta þá sendi hún Stekkjarstaur jólasvein til að skoða málið. Þegar hann var komin til bæjarins fór hann heim til stráksins. Honum leist ekkert á hann og sendi strax skilaboð til Grýlu um að hann fengi ekkert annað en kartöflu í skóinn. Hann fór á hverjum degi að líta eftir stráknum sem breytist ekkert . Stekkjarstaur byrjaði á að gefa honum úldna kartöflu og þá fór strákurinn að gráta. Þá sagði mamma hans að hann hefði verið óþekkur og þess vegna fengi hann kartöflu í skóinn. Þá sagði strákurinn að hann ætlaði að vera þægur því hann vildi fá eitthvað almennilegt í skóinn og næstu nótt fékk hann dótabíl og þá varð hann rosa glaður og fannst jólin skemmtileg eftir það. Höf. Bergur |