Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
|
|
Einu sinni var lítill jólasveinn sem hét Stúfur og hann fékk bréf og það hljómaði svona: Kæri jólasveinn, ég heiti Tóti Kalli Dabbason og ég er 11 ára. Mig mundi langa í jólalego með jólasveinum, englum og allt þannig. Vonandi getur þú keypt þetta og sett þetta í skóinn hjá mér. Tóti var ekki það stilltur og fór oft til skólastjórans. Síðan um nóttina vonaðist hann að hann fengi legoið. En þegar hann vaknaði var bréf til hans og hljómaði svona: Ég heiti Stúfur og er búinn að fylgjast með þér. Þú hefur verið óþekkur og færð því EKKERT! Vertu duglegur og þá, hver veit. Tóti las bréfið og hugsaði sig um og ákvað að verða góður og stilltur. Hann varð góður og næstu nótt var pakki í skónum , og það var lego frá Þvörusleiki. Hann ákvað frá þessum degi myndi hann verða stiltur og góður. Höf: Davíð Fannar |