Grýla ráðagóða. Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
|
|
Jólin voru að koma. Grýla var að undirbúa jólamatinn. Það vantaði skyr, pönnu og kerti. Hún sendi Skyrgám til að ná í skyrið, Stúf til að ná í pönnuna og Kertasníkir til að ná í kertin. Þegar Skyrgámur kom til byggða sá hann skyrbúð. Hann sagði við sjálfan sig að nú verður Grýla mamma ánægð ef ég kem heim með mikið skyr, svo hann tók mikið af skyri. Þegar hann kom í grýluhelli sagði Grýla: detti mér allar dauðar lýs úr höfði, það er ekki dropi eftir af skyrinu ég verð bara að nota grjón. Þegar Stúfur kom til byggða sá hann pönnubúð hann sagði við sjálfann sig nú verður Grýla mamma ánægð ef ég kem heim með mikið af pönnum svo hann tók mikið af pönnum. Þegar hann kom í grýluhelli sagði Grýla: detti mér allar dauðar lýs úr höfði þú ert búinn að sleikja allar pönnurnar, ég verð bara að nota pott. Þegar Kertasníkir kom til byggða sá hann kertabúð. Hann sagði við sjálfan sig nú verður Grýla mamma ánægð ef ég kem heim með mikið af kertum svo hann tók mikið af kertum. Þegar hann kom í grýluhelli sagði Grýla: detti mér allar dauðar lýs úr höfði, þú ert búinn að brenna öll kertin upp til agna, ég verð bara að nota nefið á gáttaþefi. Þegar Grýla kallaði í matinn var Skyrgámi illt í maganum, Stúfi var illt í tungunni og Kertasníkir var búinn að brenna sig. Grýla andvarpaði og sagði: þó jólin eru skrítin og tilgangur ekki fyrir þeim er ráð við öllu. Hún gaf Skyrgámi lyf við magakveisunni, setti smyrsl á tunguna á Stúfi og setti krem á puttann á Kertasníkir. Það er til ráð við öllu.!!!!!!! Höf: Guðbjörg Eva |