Jólasaga

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 

Til baka

Forsíða

 

 

 

Mamma hans Nonna var að baka jólakökur, hann var rosa spenntur að fá sér kökurnar sem mamma hans var að búa til.

Hann Nonni var að bíða eftir pabba sínum til að koma heim. Hann ákvað að fara út að bíða eftir honum. Hann fór í kuldagallann sinn og vettlinga og fór út. Pabbi hans kom og þeir fóru í skemmtilegt snjóstríð. Hann Nonni henti snjóbolta í átt að pabba sínum en hann hitti ekki og snjóboltinn fór í rúðuna hjá gömlum karli sem var ný fluttur í hverfið og þeir þekktu hann ekki neitt. Þeir bönkuðu hjá honum til þess að biðjast afsökunar en hann var ekki heima.

Daginn eftir fór hann Nonni í skólann, á leiðinni í skólann labbaði hann framhjá húsinu sem hann braut gluggan hjá og það var ennþá brotinn gluggi. Hann þorði ekki að tala við manninn, hann hélt að hann myndi skamma hann en hann var hugrakkur og bankaði hjá honum. Hann kom að dyrum, Nonni sagði honum hvað gerðist hann bauð honum upp á kakó og smákökur.

Gamli maðurinn var bara ánægður og hann Nonni var hissa en samt feginn að hafa sagt honum sannleikan. Þegar skólinn var búinn fór hann fram hjá húsinu og brosti til hans.

Nonni og maðurinn yrðu góðir vinir.