Hreindýrin

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 

Til baka

Forsíða

 

 

Einu sinni voru hreindýr, hreindýr jólasveinsins. Eitt af þeim hét Rúdólf. Rúdólfur var eitt af uppáhalds hreindýrum jólasveinsins af því að nefið á Rúdólfi lýsti. Rúdólfur lýsti alltaf þannig að jólasveinninn sá hvert hann var að fara. Einu sinni þegar jólasveinninn var lentur fyrir framan hús þá datt Rúdólfur í snjóinn og hann fékk kvef. Þegar hreindýrin og jólasveinninn voru komin heim þá tók Sveinki eftir því að trýnið á Rúdólfi var hætt að lýsa. Næsta dag var Rúdólfur hóstandi og hnerrandi. Kona Sveinka var búin að búa til kakó handa honum. En Rúdólfur vissi að þau gátu ekki lagað þetta, hann ætlaði til læknis. Um nóttina fór Rúdólfur til byggða og sá þar tötur klæddan mann. Rúdólfur hljóp að honum og sniffaði af honum. Hvaða…. maðurinn þagði þegar hann sá Rúdólf. Hann sá strax hver þetta var af því að hann hefði séð hann detta í snjónum. Maðurinn tók hann heim og rétti honum teppi. Rúdólfur leit í kringum sig og sá að þetta var ekki mjög rík fjölskylda. Það var maður, kona og þrjú börn sem hnipruðu sér að veggnum. Rúdólfur sofnaði seinna um kvöldið. Daginn eftir vaknaði hann og fann að það var eitthvað utan um nefið á honum. Aaaatjúú. Eftir eina viku og þrjá daga var Rúdólfur laus við kvefið. Hann fór heim í Jólabæinn og sagði Sveinka hvað hefði gerst og hvernig fólkið hefði hjálpað honum. Sveinki var glaður að fá Rúdólf heim en líka sár út í hann. En fátæka fjölskyldan undirbjó jólin sín með því að selja appelsínur til að fá pening til að kaupa jólagjafir. Að lokum ákvað Sveinki og Rúdólfur að gefa fátæku fjölskyldunni jólatré nóg að borða og pakka.

Höf: Kristín Sól.