Litla stelpan

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 
 

Til baka

Forsíða

 

Einu sinni var lítil fjölskylda sem var mjög fátæk. Þau áttu eina dóttur sem hét María. Hún var aðeins 6 ára og átti ekkert  til þess að leika sér við né til þess að borða. Pabbi hennar var að vinna í kolaverksmiðju og var því ekki mikið heima. María hlakkaði mikið til jólanna enda var kominn desember og alveg að nálgast jólin. Henni þótti vænt um dýr og langaði í dýr í jólagjöf en mamma hennar og pabbi voru svo fátæk að hún gat ekki fengið það sem hún vildi. Einn kaldan jóladag fór hún að selja kerti. Allir sáu þessa fátæku stelpu sem sat þarna, nánast ber klædd að selja kerti en enginn vildi hjálpa henni. Hún heyrði eitthvað hljóð og sá eitthvað hreyfast í loftinu. Allt í einu hrapaði það fyrir framan hana og hún sá að það var stór kall með hvítt skegg sem var í rauðum fötum og með rauða húfu. Það var jólasveininn. Hvað  langar þér í jólagjöf litla stelpa? spurði hann. Mér..? mér langar í lítið dýr, sem er mjúkt og kemur mér og mömmu minni að notum. Jólasveininn rétti fram lítinn hreindýrakálf með eldrautt nef og sagði við Maríu: þessi heitir Rútólfur og lýsir fyrir þig og feldurinn er mjúkur. María var himinlifandi og fór heim með Rútólf og pabbi hennar fékk vinnu í að taka að sé munaðarlaus dýr sem kæmu sér að notum og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.

Höf: Kristína Maxine