Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
|
|
Einu sinni kvenkyns hreindýr sem hét Halasjarna og hún var nýbúinn að bera og það var lítill hreindýrskálfur. Halastjarna og Máni (pabbinn) voru mjög glöð og léku mikið við hann. Halstjarna var svo hrædd um að hún gæti ekki ákveðið nafnið á kálfinum þeirra þannig að hún hugsaði sig vel um. Um nóttina var hún að gefa honum að drekka og hann byrjaði að verða rauður á nefinu, þá hugsaði hún. Daginn eftir vaknaði hún eldsnemma og var búin að ákveða nafnið og vakti alla. Hún var með kálfinn við hliðin á sér og sagði nafnið á honum: Rúdólfur. Allir voru mjög hissa og spurðu hana af hverju heitir hann Rúdólfur. Hún sagði aðeins að hún væri bara ánægð með nafnið. Það sögðu allir að hann væri til skammar, því hann hafði alltaf svo hátt og stappaði alltaf niður fætinum, en það var bara kækur hjá honum. Einn dag var Máni að leika við Rúdólf og sá að hornin væru að byrja að vaxa og hljóp til Halastjörnu og til að fara segja henni það, en þá skyldi hann Rúdólf einan eftir. Rúdólfur vissi ekkert hvað hann átti að gera. Eftir smá stund komu hrekkjusvínin Halli og Maggi og fóru að stríða honum útaf rauða nefinu og litla kæknum hans. En hann þóttist vera eins stórt hreindýr og hann gat og sagði að það væri ekkert að honum. En þeir hlógu bara. Rúdólfur sagði að hann ætti stóran pabba og gæti ráðist á þá. En þeir sögðu að hann ætti ekki einu sinni pabba. Hann hljóp í burtu grátandi. Pabbi hans kom og huggaði hann og skammaði hrekkjusvínin og fór með hann heim. Halastjarna sleikti hann í svefn. Nú voru 7 ár liðin og hann var orðinn stór og hann var búinn að minnka kækinn en hann var ennþá með rauða nefið og það fór aldrei. Hann var orðinn hreindýr jólasveinsins og hann var fremstur í röðinni en Halli og Maggi voru settir seinastir. Síðan flaug hann bara um loftið og lifði lengi. Höf: Sigurbjörg |