Jólasaga Lárusar. Mýrarhúsaskóli 2007-2008 |
|
|
Hann leit á klukkuna, hún var að slá 16:00, 22. des. Hann hugsaði um gömlu góðu dagana, dagana með fjölskyldunni. Hann hét Lárus, hann var 12 ára og bjó á munaðarleysingjaheimilinu, ásamt 13 öðrum krökkum. En Lárus var öðruvísi en hin börnin, fólk veit ekki alveg hvað en það var eitthvað við hann sem var öðruvísi, kannski var það að hann var sá eini á munaðarleysingjaheimilinu sem ekki vissi hverjir foreldrar hans voru. Allir krakkarnir þarna fyrir utan Lárus, vissu hverjir foreldrar þeirra voru, foreldrar þeirra höfðu dáið, en foreldrar Lárusar höfðu bara skilið hann eftir á munaðarleysingjaheimilinu. Það eina sem að hann viss var það sem hann hafði lesið í bréfi hafði verið skilið eftir hjá honum. Hann vissi bara að hann hafði átt heima á bæ rétt fyrir neðan Vatnajökul. Hann horfði á klukkuna tifa áfram, hún var orðin 16:10. Hann var að hugsa, hann var að hugsa hvort að hann ætti að strjúka,, fara að leita að foreldrum sínum. Já, hugsaði hann, hann ætlaði að strjúka. Hann pakkaði saman öllu dótinu sínu, sem að voru 2 peysur, 1 buxur og 3 pör af sokkum . Hann setti allt dótið ofan í plastpoka og faldi það undir rúminu sín, hann ætlaði að bíða þangað til allir væru farnir að sofa. Nú var tíminn kominn, hann tók pokann undan rúminu, læddist inn í eldhús og tók mat. Síðan læddist hann út og lagði af stað. Hann var búinn að stela korti af landinu og sá þar hvar Vatnajökull er. Hann gekk og hann gekk, hann var búinn að ganga í 5 klst. ,þá var farið að birta. Hann gekk áfram. Hann var örugglega búinn að ganga í svona 3 klst. í viðbót þegar að hann ákvað að stoppa, fá sér að borða og leggjast til hvílu. Hann fann sér stað úti í móa og settist niður, borðaði og sofnaði síðan. Allt í einu vaknaði hann, hann vaknaði við sírenu hljóð. Löggan var að koma að reyna að finna hann. Hann tók saman allt dótið og tók síðan til fótanna. Hann hljóp eins og fætur toguðu. Allt í einu sá hann lítinn bóndabæ. Hann sá að löggan var á hælunum á sér og ákvað að eina vonin væri að þar byggju fólk sem mundi hjálpa honum að komast til foreldra sinna. Hann bankaði á dyr á bænum og til dyra kom gamall maður. Þú verður að hjálpa mér, segjast vera afi minn, sagði Lárus. Gerðu það ég skal útskýra það á eftir. Allt í lagi, sagði gamli maðurinn. Í sömu mund kom lögreglan. Þekkir þú þennan dreng, sagði löggan . Já þetta er barnabarnið mitt! sagði gamli maðurinn. Þú skalt passa upp á börnin, gamli kall, sagði löggan. Hann var að hangsa einhverstaðar lengst úti á túni. Já, ég geri það, sagði gamli maðurinn. Verið þið blessaðir, sagði löggan og gekk í burtu. Eftir 2 klst. var Lárus búinn að segja alla söguna, frá foreldrum sínum og hvert ferðinni var heitið. Jæja þetta er nú meiri sagan, sagði gamli maðurinn. Ég skal segja þér svolítið, þú skalt sofa hérna í nótt og í fyrramálið skal ég keyra þig upp að Vatnajökli, annars verður þú ekki kominn fyrr en einhvertímann í janúar. Takk fyrir, sagði Lárus. Um morguninn fengu þeir sér morgunmat og lögðu síðan af stað. Þegar að þeir voru búnir að keyra í 4 klst. voru þeir komnir að Vatnajökli. Þeir keyrðu í 10 mín. Þá voru þeir komnir að bæ. Ég fer víst ekki lengra, sagði gamli maðurinn, vertu sæll og blessaður, Lárus. Takk kærlega fyrir mig, sagði Lárus. Síðan hljóp hann inn. Foreldrar hans tóku á móti honum og öll 3 áttu góð jól saman. Höf : Sóley Ragna |