Strákurinn sem leitaði af jólasveininum

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 

Til baka

Forsíða

 

Þetta var dagurinn 22. desember árið 2006.

Einu sinni var lítill drengur sem hét Bjarni. Hann var sex ára og trúði ekki alveg á jólasveinninn því hann velti því fyrir sér hvernig hann gat gefið einn milljarð eða meira barna gjafir á einni nóttu. Hann ákvað að senda honum bréf því það var stutt til jóla. Til að vera viss um það sagðist hann vilja gjöf sem enginn myndi gefa honum. Loks rann stóri dagurinn upp. Hann opnaði gjafirnar. Allt í einu fann hann ómerktan pakka. Hann opnaði hann. Þar fann hann dúkku það var einmitt það sem hann óskaði. En samt var hann ekki alveg viss um að jólasveinninn væri til. Um nóttina stalst hann út á flugvöll með peninga frá mömmu sinni og pabba fyrir flugmiða. Í flugvélinni var hann dálítið stressaður því hann var að fara til Norðurpólsins aleinn. Þegar hann kom þangað byrjaði hann að leita. Svo kom skilti sem stóð á ,, Ókannað svæði ,,.

Hann fór þangað og allt í einu kemur hann að brú búin til úr ís. Svo sér hann íshöll og frekar stóra. Hann bankar á hurðina og þá svarar ísúlfur. Hann stekkur á hann og segir: ,, Hver ert þú,,. Hann segir: É-Ég heiti Bjarni og er að leita að jólasveininum.,, ,, Komdu inn,, sagði úlfurinn. Þeir fóru inn og koma svo að risastórum kóngastól. Síðan kemur hávaxin kona og segir:,, Ég er ísdrottningin, hver ert þú?. Hann segir:,, Ég heiti Bjarni og er að leita að jólasveininum.,, Þú ert þó ekki að tala um gamla og feita manninn sem gengur í jólafötum og heldur uppá jólin? Jólin eru ömurleg. Farið með hann í dýflissuna. Sagði hún. Hann hleypur í burtu en drottningin frystir hann. Um nóttina í klefanum heyrir hann þrusk. Allt í einu brotnar einn veggurinn og svo kemur jólaálfur. Bjarni segir:,, Hjálp, hjálp, þú verður að frelsa mig,,. Það er einmitt það sem ég er að gera því jólasveinninn sagði mér það. En lykillinn er hjá drottningunni. Smátíma síðar kemur hann með lyklana og leysir alla. Svo fara þeir út og fara burt á vélsleða. Löngu síðar koma þeir að fullt af húsum. Þeir fara í stærsta húsið. Þar sjá þeir jólasveininn og hann segir:,,Hó, hó, hó, Við bjuggumst við þér Bjarni.,, Hvernig vissuð þið að ég var að koma?,, sagði Bjarni . Ég sendi stundum álfa til borgarinnar til að fylgjast með öðrum,, sagði jólasveinninn. ,, En hver er þessi ísdrottning. sagði Bjarni.Jólasveininn sagði honum allt saman um hana.,, Mig langar að fara heim,, sagði Bjarni. Getið þið hjálpað mér?,, Auðvitað,,. Svo sagði hann álfunum að gera hreindýrin tilbúin. Svo lögðu þeir af stað. Þegar þau komu heim var hádegi og hann vissi að mamma og pabbi væru orðin mjög hrædd. En þau voru ekki heima. Þeir leituðu allstaðar. Allt í einu sagði hann jólasveininum að fara í kirkjugarðinn. Þar sáu þau alla fjölskylduna og mömmu og pabba. Þau héldu víst að hann væri dáinn. En hann hljóp til þeirra og sagði þeim allt sem gerðist og svo kom jólasveininn og sagði þeim að þetta var rétt því þau trúðu honum ekki alveg. En svo endaði allt vel og hann hlakkaði til næstu jóla.

Gleðileg jól. Endir.

                                                        Höf : Þorgeir Bjarki