Nói jólasveinn

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 

Til baka

Forsíða

 

 

 

Einu sinni var maður sem heitir Nói. Honum fannst jólin mjög skemmtileg. Hann er 36 ára gamall og hann býr einn. Þegar hann var einn heima að horfa á sjónvarpið þá kom einhver og bankaði. Strax þegar Nói opnaði dyrnar var hann settur í poka. Nói var að reyna að komast úr pokanum en hann gat það ekki. Þegar hann var tekin úr pokanum var hann sofandi. Svo vaknaði hann  og þegar hann opnaði augun varð hann mjög hræddur því að Grýla stóð fyrir framan hann. Grýla sagði við hann að hún þurfti nýan jólasvein.

Þá sagði Nói: Af hverju þarftu nýjan jólasvein. Þá sagði Grýla: Því hann Bjúgnakrækir er mjög veikur. Þá sagði Nói: En ég borða ekki bjúgur. Þá sagði Grýla: Ég skal gefa þér stóra jólagjöf á jólunum ef þú gerir það. Þá sagði Nói: Allt í lagi, ég skal gera það. Honum það gekk ekki vel að ganga í snjónum. Honum var mjög kalt á fótunum. Þegar hann kom í fyrsta húsið og fékk sér bjúgu, þá var hann næstum því búinn að öskra upp því honum fannst þetta svo vont. Svo í næsta húsi var hann næstum því búinn að detta niður stigann. Svo kláraði hann að fara í öll hin húsin. Þegar hann kom aftur til grýlu var hún með gjöfina og þá var Nói mjög glaður.

                                                                        Höf: Þorsteinn