Um foreldrastarfið
Foreldrasamstarfið hér í skólanum byggist á þátttöku foreldra, kennara, skólastjórnenda og skólanefndar. Lykilaðilar í þessu starfi eru skólaráð og foreldrafélag. Foreldrar kjósa fulltrúa í skólaráðið og stjórn foreldrafélagsins auk þess að velja a.m.k. tvo bekkjarfulltrúa í hverjum bekk. Meginmarkmið foreldrasamstarfsins er að efla samstarf heimila og skóla þannig að sem flestir foreldrar séu virkir í mótun skólasamfélagsins og hafi jákvæð viðhorf til skólans og til samstarfs foreldra. Öflugt samstarf heimila og skóla leiðir af sér öflugra skólastarf, bætta líðan nemenda og betri námsárangur.
Á vefsíðu Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, http://heimiliogskoli.is, má lesa ýmislegt fróðlegt um foreldrasamstarf, gildi þess og ráðleggingar
Netfang foreldrafélagsins er: foreldrafelag@grunnskoli.is