Nám og kennsla

Nám og kennsla

Í Grunnskóla Seltjarnarness er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti og hafi gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu. Vinnuframlag nemenda hefur áhrif á námsmat og áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu. Skólinn nýtir upplýsingatækni í námi og kennslu þar sem það hentar. 
 
Áhersla er lögð á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað, alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðan aga og virka þátttöku alls skólasamfélagsins. 

Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. 

Skólinn starfar eftir skólastefnu Seltjarnarness sem birt er á vefsíðu skólans. 


sau1      sau4

Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað nemenda, sjálfstæði og ábyrgð. Þungamiðja í stefnumörkun skólans felst í áherslu á alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðum aga og virkri þátttöku alls skólasamfélagsins. Kennt er á þremur skólastigum og þarfir hvers og eins eru hafðar í huga við undirbúning kennslunnar. Yngsta stig er 1.-3. bekkur, miðstig er 4.-6. bekkur og unglingastig er 7.-10. bekkur. Skólinn starfar jafnframt eftir skólastefnu Seltjarnarness sem birt er á vefsíðu skólans.


Nám og kennsla