Mentor
Mentor
Notkun kerfisins
Mentor.is er í mjög víðtækri notkun og eru einstaka notendur á hverjum virkum degi að meðaltali um 9000 talsins.
Mikil aukning er á innskráningum foreldra í kerfið þar sem að þeir hafa meðal annars aðgang að heimavinnuáætlunum nemenda og geta fylgst með ástundun frá degi til dags. Nú geta foreldrar einnig tilkynnt um veikindi barna sinna í gegnum kerfið.
Mentor.is er notað í 97% grunnskóla landsins (sem hafa fleiri en 35 nemendur) en það er misjafnt eftir skólum hversu mikið kerfið er notað og þá til dæmis hvort foreldraviðmót sé nýtt.