Skrifstofur skólans eru opnar kl. kl. 8-14 alla virka daga. S. 5959 200
Netfang: grunnskoli hjá grunnskoli.is
Veffang: grunnskoli.seltjarnarnes.is
Skólastjóri: Kristjana Hrafnsdóttir |
kristjana.hrafnsdottir hjá seltjarnarnes.is |
---|---|
Aðstoðarsk.stjóri : Svala Baldursdóttir |
svala.baldursdottir hjá seltjarnarnes.is |
Aðstoðarsk.stjóri: Laufey Kristjánsdóttir |
laufey.kristjansdottir hjá seltjarnarnes.is |
Deildarstj. 7.-10. bekkur: Halldóra Snorradóttir |
halldora.snorradottir hjá seltjarnarnes.is |
Forstöðumaður skólaskjóls: Hólmfríður Petersen | holmfridur.petersen hjá seltjarnarnes.is |
Saga, aðstaða og umhverfi
Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu grunnskólanna á Seltjarnarnesi, Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, þann 1. ágúst 2004. Mýrarhúsaskóli hafði starfað frá árinu 1875 en Valhúsaskóli var stofnaður út frá Mýrarhúsaskóla árið 1974.
Í Grunnskóla Seltjarnarness eru rúmlega 600 nemendur á tveimur starfsstöðvum. Við skólann starfa um 120 manns ásamt skólastjóra og tveimur aðstoðarskólastjórum. Góð íþróttaaðstaða er við skólann en íþróttahús, sundlaug og gervigrasvöllur eru mitt á milli starfsstöðvanna.
Tónlistarskólinn er einnig staðsettur miðsvæðis og er öflugt samstarf á milli skólanna þar sem nemendur geta stundað tónlistarnám á skólatíma. Félagsmiðstöðin Selið, sem rekin er af sveitarfélaginu, ber hitann og þungann af félagslífi nemenda á elsta stigi og starfsmenn þar hafa einnig komið að kennslu í félagsmálafræði við skólann. Skólaskjól, sem er lengd viðvera fyrir nemendur 1.-4. bekkjar, er starfrækt við skólann. Í næsta nágrenni við skólann er mikið af nátturuperlum sem kennarar nýta til að auka fjölbreytni kennslunnar.
Í Gróttu er fjölskrúðugt fuglalíf, gífurlegur fjöldi plantna og fjölbreytt lífríki sem vert er að skoða. Þar er fræðasetur sem skólinn hefur aðgang að en þar er góð aðstaða fyrir ýmiss konar kennslu. Aðrir áhugaverðir staðir í nágrenni skólans eru t.d. Seltjörn, Bakkavík, Bakkatjörn og Valhúsahæð.
Starfshættir og kennsluaðferðir
Í Grunnskóla Seltjarnarness er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Nemendur eiga að hafa gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu. Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver fái eitthvað við sitt hæfi. Vinna nemenda er mikils metin og hefur skólinn einsett sér að haga námsmati samkvæmt því.
Áhersla er á fjölbreytni í kennsluaðferðum og námsmati og að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu með góðri skipulagningu. Skólinn stefnir að aukinni notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á þeim sviðum sem það hentar. Lögð er áhersla á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi.
Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað nemenda, sjálfstæði og ábyrgð. Þungamiðja í stefnumörkun skólans felst í áherslu á alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðum aga og virkri þátttöku alls skólasamfélagsins. Kennt er á þremur skólastigum og þarfir hvers og eins eru hafðar í huga við undirbúning kennslunnar. Yngsta stig er 1.-3. bekkur, miðstig er 4.-6. bekkur og unglingastig er 7.-10. bekkur. Skólinn starfar jafnframt eftir skólastefnu Seltjarnarness sem birt er á vefsíðu skólans.