Fréttir

Kennaranemar frá Danmörku
Í Valhúsaskóla eru núna tveir kennaranemar frá VIA Háskólanum í Århus, Johanne Junker Christiansen og Maria Boch. Þær eru búnar að vera í þrjár vikur og verða til 17. febrúar.
Þær eru á öðru ári í kennaranáminu og hafa dönsku sem aðalvalgrein og samfélagsfræði sem aðra valgrein. Hjá okkur koma þær aðallega að dönskukennslu í 9.- og 10.bekk ásamt þemavinnu í 8.bekk.
