Skólinn
Fréttir

Kennaranemar frá Danmörku

27.1.2017 Fréttir

Í Valhúsaskóla eru núna tveir kennaranemar frá VIA Háskólanum í Århus, Johanne Junker Christiansen og Maria Boch. Þær eru búnar að vera í þrjár  vikur og verða til 17. febrúar. 

 Þær eru á öðru ári í kennaranáminu og hafa dönsku sem aðalvalgrein og  samfélagsfræði sem aðra valgrein.  Hjá okkur koma þær aðallega að dönskukennslu í 9.- og 10.bekk ásamt þemavinnu í 8.bekk.