Skólinn
Fréttir

Való Hagó dagurinn 2017

17.2.2017 Fréttir

Való-Hagó dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Dagurinn byrjar á keppni í mörgum íþróttagreinum en endar á ræðukeppni og loks sameiginlegu balli. 

 Nemendur okkar voru sérlega prúðir á vellinum og skælbrosandi þrátt fyrir misjafnt gengi. Való vann kappátið, handboltann og dansinn. Skemmtilegur dagur.  Fleiri myndir eru á heimasíðu skólans.