Skólinn
Fréttir

Gönguleiðir í skólann

23.3.2017 Fréttir

Vorjafndægur voru síðast liðinn mánudag og við finnum að daginn er farið að lengja, vorið er handan við hornið. Þá fara börnin okkar að flakka meira, fótgangandi, hjólandi, á brettum eða öðrum fararskjótum. Það er því mikilvægt að foreldrar taki samtal heima og minni á umferðareglur og aðgát í umferðinni.

Nokkuð hefur borið á því þegar börn eru á leið í skólann og ganga Skólabrautina að þau nýti sér götuna í stað gangstétta. Það getur verið afar varhugavert og því mikilvægt að ítreka að þau haldi sig á gangstéttinni enda oft mikil umferð um Skólabraut í upphafi og lok skóladags. Þetta á við um börn á öllum skólastigum, hvort sem þau eru á leið í Mýró eða Való.

Njótum dagsins, fögnum vori og verum vakandi í umferðinni.

 

Bestu kveðjur,

Þorgerður Anna