Skólinn
Fréttir

Grunnskólakeppnin í stærðfræði

10.4.2017 Fréttir

Stærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum.

Verðlaunaafhending fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 2. apríl. Hún var afar vel sótt en um 140 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

Keppendur frá Valhúsaskóla voru 52 talsins og stóðu þeir sig allir mjög vel.

Eftirtaldir nemendur Valhúsaskóla náðu afburða góðum árangri:

Ómar Ingi Halldórsson sigraði keppni fyrir 8. bekk.

Margrét Rán Rúnarsdóttir var í fimmta sæti í keppni fyrir 8. bekk.

Bjarki Daníel Þórarinsson var í sjötta sæti í keppni fyrir 9. bekk.

Kári Rögnvaldsson var í öðru sæti í keppni fyrir 10. bekk.

Stórglæsilegur árangur! Til hamingju krakkar:)


Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

1.    Ómar Ingi Halldórson, Valhúsaskóla

2.    Ingólfur Bjarni Elíasson, Foldaskóla

3.    Teresa Ann Frigge, Landakotsskóla

4.    Sæmundur Árnason, Foldaskóla

5.    Margrét Rán Rúnarsdóttir, Valhúsaskóla

6.    Svava Þóra Árnadóttir, Hagaskóla

7.    Embla Nótt Pétursdóttir, Vogaskóla

8.    Ragnar Björn Ingvarsson, Laugalækjarskóla

9.    (9.-10.) Hrafnkatla Ívarsdóttir, Hagaskóla

10.  (9.-10.) Kári Daníel Alexandersson, Austurbæjarskóla.