Skólinn
Fréttir

Viðurkenning í ljóðasamkeppni Yrkju

24.5.2017 Fréttir

Í tilefni 25 ára afmælis Yrkjusjóðs árið 2017 var efnt til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands. Þema keppninnar var: Skógurinn minn.
Yfir 500 ljóð bárust í keppnina og dómnefnd undir formennsku Sigurðar Pálssonar, formanns stjórnar Yrkju, afhenti verðlaun og viðurkenningar þann 23. maí. 
Laufey Broddadóttir kennari sendi ljóð frá nemendum 5. bekkja í keppnina og Emelía Óskarsdóttir 5-LBR hlaut viðurkenningu fyrir ljóðið sitt. Við óskum Emelíu til hamingju með frábæran árangur. 
Hér kemur ljóðið hennar Emelíu.

Ævintýraskógurinn
Í ævintýraskóginum geta trén talað,
dýrin sungið og blómin dansað.
Þar er líka góður galdramaður sem ræktar tré.
Enginn þorir inn í skóginn nema ég.
Ég hef hlustað á þúsund ára sögur trjánna.
Þau hlusta á mig og ég hlusta á þau. 
Ég segi þeim öll mín leyndarmál.